Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 130

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 130
Til þess að ákveða hverjir komast í ríkisstyrkt sæti koma margar leiðir til greina. Til dæmis með því að forgangsraða. Til dæmis gætu nemendur með háar einkunnir á nýju stúdentsprófi haft forgang. Síðan kæmu nemendur með lágar einkunnir á nýju stúdentsprófi og loks nemendur með eldra stúdentspróf. Nemendur sem ætla í fullt nám hefðu forgang umfram nemendur sem hyggjast stunda nám með vinnu. Kerfi af þessum toga er við lýði í mörgum löndum, m.a. á Norðurlöndunum, í Ástralíu og í Bretlandi. Sú spurning vaknar hvort bjóða eigi þeim nemendum sem ekki komast í ríkis- styrkt sæti einhverja úrlausn. Í Ástralíu og ýmsum öðrum löndum geta nemendur sem standast lágmarkskröfur fengið að skrá sig til náms, en verða að greiða full skólagjöld. Þetta mætti auðvitað gera á Íslandi en hætt er við að slík ákvörðun falli illa að því velferðarkerfi sem byggt hefur verið upp á hér á landi. Mörgum þykir eflaust sanngjarnara að allir sem óska eftir því að stunda háskólanám fái stuðning ríkisins. Í nýlegri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands kemur fram að skólinn er tiltölulega ódýr í rekstri í samanburði við sambærilega háskóla í Evrópu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að hækka þurfi fjárveitingar til Háskóla Íslands til þess að skólinn geti eflt framhaldsnám og bætt gæði. Eðlilegast væri að hækka einingarverð sem ríkið greiðir fyrir hvern virkan nemanda og hafa enn hærra einingarverð fyrir nemendur í framhaldsnámi. Jafnframt er nauðsynlegt að hækka fjárveitingar til rannsókna og er eðlilegt að við útdeilingu rannsóknafjárveitinga til skóla verði tekið mið af árangri í rannsóknum. Verði ákveðið að gera þetta á sama tíma og greitt yrði fyrir alla virka nemendur væri fjárhagsvandi Háskóla Íslands leystur. Verði niðurstaðan hins vegar sú að auka ekki fjárveitingar til Háskólans er annarra aðgerða þörf. Eins og að framan greinir verður varla sátt um það að útiloka hóp nem- enda á hverju ári frá háskólanámi. Því mætti hugsa sér að einingarverð yrðu lækkuð svo að allir sem óska eftir að stunda háskólanám fái skólavist. Á móti kemur að nú- verandi einingarverð standa ekki undir eðlilegum kostnaði og lækkuð einingarverð gera það auðvitað enn síður. Í þeirri stöðu væri ekki unnt að komast hjá því að heimila opinberu skólunum að innheimta skólagjöld með sama hætti og einka- skólarnir gera. Að sjálfsögðu geri ég ráð fyrir að skólagjöldin yrðu lánshæf hjá Lána- sjóði íslenskra námsmanna með sama hætti og skólagjöld í einkaskólum, sem eru niðurgreidd um helming af ríkinu. Á árinu 2004 fékk Háskóli Íslands greitt að meðaltali 600.000 kr. fyrir hvern virkan nemanda. Um 9000 nemendur voru skráðir við skólann og skiluðu þeir 5700 árs- verkum. Greitt var fyrir 5200 virka nemendur samtals 3,1 milljarð króna. Ekki fékkst greiðsla fyrir 500 virka nemendur sem hefði átt að nema 300 milljónum króna. Að mínu mati þyrfti meðaleiningarverð að vera að minnsta kosti 720.000 kr. Fjárþörf Háskóla Íslands á árinu 2004 vegna kennslu var því 5700*720.000 eða 4,1 milljarður króna. Þrjár leiðir koma til greina fyrir utan þá að leysa vandann með því að hækka með- aleiningarverð á virkan nemanda í 720.000 kr. og greiða fyrir alla virka nemendur V I Ð H O R F 130
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.