Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 133
Uppe ld i og menn tun J Ó N T O R F I J Ó N A S S O N
14. árgangur 1 . he f t i , 2005
Allt á eina bókina lært?
Um reglufestu og einsleitni í þróun háskóla
Háskólastigið er í hröðum vexti hér á landi og það virðist vera að taka á sig nýja
mynd. Fjölmargar spurningar vakna vegna þessa og helst þyrfti að fá svör við þeim
öllum. Meðal þeirra sem ég hef verið að glíma við eru: Hvað er háskóli? Hvaða hlut-
verki þjóna háskólar? Hvaða verkefni vinna háskólar? Eiga allir háskólar eitthvað
sameiginlegt annað en nafnið? Að hvaða marki eiga þeir að vera eins? Hvað eiga að
vera margir háskólar á Íslandi? Hvernig þróast háskólar? Er þróunin eins hér á landi
og annars staðar? Hvaða öfl ráða þeirri þróun? Hver á að borga fyrir háskólastarfið
og hvers vegna? Hvernig á að stjórna háskólum? Hversu mikilvæg er samkeppni í
háskólaumhverfinu? Eru háskólar í tilvistarkreppu? Er mikilvægasta sameiginlega
einkenni háskóla að þeir flétta saman rannsóknir og kennslu?1 Hvernig er sennilegt
að háskólastarf verði eftir 50 ár?
Þótt þessar spurningar séu áhugaverðar og mikilvægar og það sé hægt að svara
þeim, ætla ég hér að fjalla um ákveðin jarðbundnari atriði sem ég tel að nauðsynlegt
sé að hafa hugföst í skoðun háskólastarfsins næstu áratugina. Þetta eru atriði sem lúta
að vexti háskólastigsins, eðli þróunar þess og mikilvægum áhrifaþáttum. Að mínu
mati hafa þessi einföldu atriði oft verið vanmetin eða misskilin.
I
Fyrsta atriðið snýst um umfang háskólamenntunar. Margir furða sig á því hve vöxt-
urinn hefur verið mikill undanfarin ár og spyrja hvað sé hér á seyði. En við hverju
mátti búast? Ég tel mig hafa sýnt fram á það að vöxtur háskólakerfisins hafi verið
mjög stöðugur alla 20. öldina og lúti enn þeirri reglu sem kom þá þegar fram (Jón
Torfi Jónasson, 1995, 1999, 2000 september, 2004b). Ég verð jafnframt var við að ýmsir
hvorki átta sig á þessari reglu, né vilja trúa henni og gera sér fyrir bragðið sennilega
ranga mynd af því sem er að gerast.
Þess vegna fjalla ég um umfangið hér og hamra á því að það er ekkert óvænt eða
ófyrirsjáanlegt í vexti háskólamenntunar hér á landi miðað við hver tilhneigingin
hefur verið og miðað við hvað hefur verið uppi á teningnum í nágrannalöndum
okkar (Jón Torfi Jónasson, 2004a).
133
1 Ég færði fyrir því rök á málþingi um háskóla framtíðarinnar í Háskóla Íslands 2. maí 2005 að
mikilvægasta sameiginlega einkenni allra háskóla væri samflétta kennslu og rannsókna.