Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Page 137
II
Innviðir kerfisins skipta auðvitað máli. Það er mikilvægt að velta því fyrir sér hvernig
háskólarnir þróast þegar horft er á þá innan frá. Hvers eðlis er þróun háskólanna og
hvað rekur hana áfram? Ég tel að háskólar í Evrópu feti mjög svipaðar slóðir og
háskólar í Norður-Ameríku, þeir evrópsku séu aðeins nokkrum áratugum á eftir (Jón
Torfi Jónasson, 1999, 2000b). Jafnframt tel ég að háskólar í Evrópu séu flestir á sama
skriði, það er í átt að viðmiði rannsóknarháskóla. Nú eru evrópsku skólarnir vissu-
lega komnir mjög mislangt á þeirri braut; sumir hafa verið þar um langa hríð (þó
fæstir mjög lengi), aðrir eru rétt komnir af stað og enn aðrir eiga enn nokkuð í land.
En allir eru á sömu leiðinni. Háskóli Íslands er kominn langlengst íslensku háskól-
anna, en flestir hinna telja sig vera komna nálægt því að skilgreina sig sem rannsókn-
arháskóla. Nákvæmlega sama þróunin er á öllum Norðurlöndunum. Þar eru háskól-
ar komnir mislangt en mér finnst það ekki leyna sér að mjög margir hafi það mark-
mið að vera, eða verða háskóli í fremstu röð. Þessi ásetningur er að mínu mati ein
skýringin á því að háskólakerfi þessara landa vaxa nokkuð hratt og þróast á svipað-
an hátt. Skólar flytjast til innan kerfisins, þá rekur í átt að hærri virðingarstöðu innan
háskólageirans og sú staða ákvarðast að verulegu leyti af rannsóknum, umfangi
þeirra og sýnileika (Gyða Jóhannsdóttir, 2001; Jón Torfi Jónasson, 2004 desember;
Morphew, 2000). Ég hef kallað þetta kerfisrek eða fræðirek stofnana.4 Þannig flytjast
skólar eða tiltekin verkefni sem eru á framhaldsskólastigi, á millistig eða strax á há-
skólastig. Þar til viðbótar færast viðfangsefni sem eru á grunnstigi háskólastigs á
framhaldsstig. Þetta gerist mishratt í ólíkum greinum og löndum en gerist, þegar á
heildina er litið, hægt og sígandi alls staðar. Þetta á einkum við um starfsnám af ýmsu
tagi og þess vegna hefur háskólastig Vesturlanda fengið það orð á sig að sinna starfs-
menntun betur en áður, en ég tel það fyrst og fremst stafa af því að starfsmenntun
sem ekki var þar er nú komin þangað. Þetta skýrir sumt í þeim vexti sem við höfum
séð; skólar sem voru á framhaldsskólastigi eru nú á háskólastigi og nemendurnir þá
taldir með því síðarnefnda.
Þessi tilfærsla tengist sterku afli sem ég tel að tengist mjög vexti háskólastigsins.
Það er sókn nemenda í prófgráður (Brown, 1995; Collins, 1979; Jón Torfi Jónasson,
2004b; Labaree, 1997).5 Vonandi hafa nemendur áhuga á inntaki þess sem þeir læra og
eru þess vegna áfjáðir í að til þeirra séu gerðar sem mestar kröfur, fyrir þá séu lögð
krefjandi og gagnleg verkefni og fyrir bragðið víkki þeir sjóndeildarhring sinn og nái
tökum á margvíslegri færni sem gagnast þeim síðar í lífi og starfi. En það er alveg
ljóst að margir þeirra eru jafnframt, og ekki síður, að sækjast eftir viðurkenningunni,
vottorðinu um að þeir hafi lokið háskólanámi, t.d. BA eða svipaðri gráðu eða MA eða
sambærilegri gráðu. Einhver hluti nemenda vill gjarnan fara í fræðilegt nám en mjög
stór hluti þeirra vill leggja stund á nám sem er augljóslega gagnlegt í hefðbundinni
merkingu: margir vilja fara í starfstengt nám. Vandinn er sá að þetta sama fólk vill
líka fara í nám sem hefur bærilegan virðingarsess, hvernig svo sem það huglæga
J Ó N T O R F I J Ó N A S S O N
137
4 Á ensku hafa verið notuð orðin academic drift og institutional drift.
5 Á ensku er einkum notað orðið credentialism og þá vísað í átaka- eða samkeppniskrafta, status
competition mechanisms.