Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 145

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 145
virknina. Ráðning í prófessorsstöður í Listaháskólanum er á skjön við almenn viðmið í háskólum hérlendis og erlendis. Ef Listaháskólinn er undanskilinn er hlutfall fast- ráðinna kennara í prófessorsstarfi langhæst í Háskóla Íslands (42%). Þetta kemur ekki á óvart í ljósi þess að hlutfall fastráðinna kennara með doktorspróf var langhæst í Háskóla Íslands (66%), auk þess sem fræðileg ritvirkni er langmest í HÍ, ekki síst birtingar á alþjóðlegum vettvangi (69%). Þá var árangurshlutfall styrkumsókna HÍ í Vísindasjóð langhæst allra háskóla eða 50%. Í heild er staða HÍ langsterkust þegar kemur að aðfanga- og útkomugæðum akademískra starfsmanna samkvæmt gæða- vísunum. Háskólinn á Akureyri kemur næstur á eftir HÍ, en er þó mjög langt undan. Hins vegar reyndist staða Tækniháskólans slökust. Þar var enginn prófessor, aðeins 4% fastráðinna kennara voru með doktorspróf, skólinn fékk enga Vísindasjóðsstyrki á tveggja ára tímabili, og aðeins 8% kennara höfðu birt fræðilega ritsmíð á alþjóðleg- um vettvangi. Háskólinn í Reykjavík og Listaháskólinn verma neðstu sætin sam- kvæmt starfsmannatengdu gæðavísunum næst á undan Tækniháskólanum. Aðeins 7% fastráðinna kennara HR höfðu prófessorsstöðu, aðeins rúmur fimmtungur (21%) fastráðinna kennara hafði doktorsmenntun, aðeins 14% umsókna skólans í Vísinda- sjóð fengu styrk og enginn kennari hafði birt fræðilega grein eða bók á viðurkennd- um alþjóðlegum vettvangi. Draga má þá ályktun að þeir gæðavísar sem hér hafa verið nefndir sýni að um tvær tegundir háskóla er að ræða í landinu. Annars vegar er alhliða rannsóknarhá- skóli (Universitas, Research University), með sterka stöðu á starfsmannatengdu gæða- vísunum í samanburði við aðra innlenda háskóla, er leggur jöfnum höndum áherslu á rannsóknir og kennslu og býður í ört vaxandi mæli upp á rannsóknartengt fram- haldsnám til meistara- og doktorsprófs. Þessi skóli er Háskóli Íslands. Háskólinn víkur þó talsvert frá gæðaviðmiðum alþjóðlega viðurkenndra rannsóknarháskóla í Evrópu og Bandaríkjunum. HÍ er t.d. með færri fastráðna kennara, færri kennara með doktorspróf, minni alþjóðlega ritvirkni, umfangsminna framhaldsnám, fleiri nem- endur á hvern fastráðinn kennara, fleiri stóra bekki og mun minni rekstrartekjur en slíkir skólar (Ríkisendurskoðun, 2005; Rúnar Vilhjálmsson, 2004). Engu að síður hefur bæði rannsóknarstarf og rannsóknartengt framhaldsnám í Háskólanum eflst verulega á undanförnum árum (Ríkisendurskoðun, 2005). Hins vegar leiða framan- greindir gæðavísar í ljós háskóla hér á landi þar sem megináherslan er á kennslu (College). Fast kennaralið skólanna samanstendur að stórum hluta af lektorum með meistarapróf, megináherslan er lögð á grunnnámið og rannsóknarstarfsemi er tak- mörkuð. Engu að síður hafa flestir þessarra skóla sett sér markmið í rannsóknum og stjórnir þeirra flestra hafa lýst yfir að ætlunin sé að byggja upp og efla framhaldsnám í þeim greinum sem þeir bjóða upp á í grunnnámi. Vandinn í þessu efni er sá að ekki er hægt að koma upp framhaldsnámi í háskóladeildum með fáa doktorsmenntaða kennara og lítið rannsóknarstarf án þess að það komi niður á gæðum námsins. Þá er einnig rétt að benda á að smæð háskólasamfélagsins á Íslandi rúmar ekki fleiri en í mesta lagi einn þokkalega öflugan alhliða rannsóknarháskóla. Nefna má að algeng stærð slíkra skóla er um 20.000 nemendur og „upptökusvæðið“ er 500.000 manns eða meira (Rúnar Vilhjálmsson, 2004). Til samanburðar má nefna að í Háskóla Íslands eru aðeins rúmlega 9.000 nemendur og íbúatala Íslendinga er undir 300 þúsundum. R Ú N A R V I L H J Á L M S S O N 145
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.