Morgunn


Morgunn - 01.12.1935, Page 22

Morgunn - 01.12.1935, Page 22
148 MORGUNN en sandkorn á haísbotni óendanleikans. En ýmislegt bend- ir á að þær verur, sem birtast hér, séu framliðnir menn, oft og einatt dánir ástvinir vorir, vinir, sem falið sé í öðrum heimi það göfuga hlutverk að vera miðlar eða milligöngu- verur milli stjórnarvalda alheimsins og vor mannanna. Fregnirnar, sem sálarrannsóknarmenn nútímans birta öðru- hvoru, sýna nokkuð af því, sem sagt er frá öðrum heimi á fund- um þeirra, og styðja þá eldgömlu skoðun að hver einasti maður hafi sína verndarveru, sem af Guði sé falið að vera milliliður milli hans og vor. Að alt, sem vér hugsum og gerum, sé sýnilegt og heyranlegt í þeim andlega heimi, sem verndarverur vorar dvelja í, á sama hátt eins og vér heyrum í einföldu tæki alt það, sem gerist í útvarpssölum loftskeytastöðvanna. En ef þetta er nú svona, sem öll gömul og ný andleg reynsla mannanna staðfestir, þá förum við aó skilja betur en áður þennan boðskap Krists, sem eg er hér að tala um í dag, að engin launung geti verið til í tilverunni, »að ekkert sé hulið, sem ekki verði opinbert og það, sem talað er í myrkrinu, heyrist í birtunni.« Það er ekki einungis Guð, sem sér og heyrir alt, sem vér hugs- um og gerum, heldur einnig milljónir milljóna af verum, sem umlykja oss öll, þótt vér sjáum þær ekki. Vitanlega er þetta ekki óblandinn fagnaðarboðskapur fgrír oss ófullkomna synduga mennina, en við því verður nú ekki gert. Hið illa í tilverunni felur æfinlega, jafnt í þessu sem öðru, í sér sina refsingu og hið góða, sem er i samræmi við rödd Guðs í sjálfum oss, sína umbun. Til- veran er svona, hvort sem oss fellur það betur eða ver. Vér ráðum jafnt við það eins og gang sólarinnar. Það sem oss þarf að skiljast, vinir mínir, er það að vér verðum að laga oss eftir tilverunni. Tilveran lagar sig ekki eftir oss. Vér verðum að muna það, að þótt mennirnir sjái ekki til vor, þegar vér í myrkrinu höfumst eitthvað að, sem vér eigum ekki að gera, eða hugsum illar og syndsamlegar hugsanir, þá er ókleift að verjast því að alt slíkt sé og verði opinbert. Haldið þér ekki að margt illvirkið yrði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.