Morgunn - 01.12.1935, Qupperneq 28
154
MORG UNN
um lífið, þriðji um dauðann, fjórði fjallar um ýms fyrirbrigði
frá fundum, sem fógetinn hafði með dóttur sinni, fimti er
um lestur lakkaðra bréfa, sjötti um líkamleg fyrirbrigði,
sjöundi frásagnir Lúðvíks, sonar hans, úr lífi sínu á öðru
tilverustigi og Ragnars, bróður hans, og áttundi kaflinn er
eftirmáli.
»Það er vandi að segja frá þvi, sem gerst hefir á
fundum vorum«, segir Dahl. Það yrði of mikið að segja
frá öllu, en sé aðeins nokkuð tekið, þá er hættan á, að
samhengi raskist. Margt hefir gerst einkennilegt og ótví-
rætt á fundum vorum, síðustu þrjú árin.
Það er enginn vafi, að vér höfum náð sambandi við
ættingja og vini, sem farnir eru af þessari jörðu. Það er
varla ofsögum sagt, þótt eg fullyrði, að tæplega hafi
nokkur dagur svo liðið, þessi þrjú ár, að vér höfum ekki
talað við vini vora hinumegin grafar.
Nánast er sambandið milli Ingeborgar og bræðra
hennar, Lúðvígs og Ragnars. Bræðurnir hafa hjálpað
inörgam mönnum til að láta ættingja og vini hérnamegin
verða vara við sig eftir líkamsdauðann.
Hundruð dáinna manna hafa notið aðstoðar Ingeborgar
til þess að koma boðum til vina sinna, hér á jörðu og til
þess að sanna sig.
Hér fara á eftir kaflar úr bókinni: Dauði, hvar er
broddur þinn?
»Kenning Krists um miskunnsemina hefir létt ógnar-
möru útskúfunarkenningarinnar af mönnunum. Gamla bók-
stafs trúin leiddi fólkið á glapstigu. Það trúði fyllilega
kenningunni um erfðasynd og útskúfun. En sá er sann-
leikurinn, að maðurinn hefir ekki síður en aðrar verur
fengið í vöggugjöf unað og yndi. En hvað segjum vér þá
um dauðann? Höldum vér ekki í hyldýpisafgrunn? Það eitt
vitum vér, að vér eigum að deyja. Vér eigum það víst,
að jarðlíkamir vorir ganga stöðugt úr sér, og þeir ónýtast
loks og deyja eftir siðasta andvarpið. Þeir eru grafnir í
jörðu eða brendir á báli.