Morgunn - 01.12.1935, Síða 30
156
MORGUNN
bóndann. Hundurinn saknar gamla verustaðarins. Seppi á
nú að fá að koma til yðar, þegar hann verður fær. Og
það stóð ekki á því, að hann kæmi. Það var eftirminnilegt
hvernig hundurinn hagaði sér, þegar hann heimsótti oss
eftir burtför sína. Hann tryltist af kæti, flaðraði upp um
kunningjana og lét í ljós ýms vináttumerki. Þetta fundu
nokkrir, en aðrir sáu það.
Ingeborg er mjög hrifin af vellíðan barnanna, sem
héðan eru farin inn í annað líf. Segir hún að þau séu
glöð og .ánægð við leiki sína. Séð er fyrir þörfum þeirra
á allar lundir. Börn hafa komið í sambandið hjá Ingeborg,
sannað sig með aðstoð og glatt mæður, systkyni, feður,
ömmur og önnur skyldmenni.
Ingeborg telur það vitanlega fráleitt, að foreldrar syrgi
börn sin eða aðrir menn skuli harma ættingja og vini.
Börnin hafa alt, sem þau þurfa í öðrum heimi og vaxa
þar og dafna. Það er tekið á móti þeim, er þau fæðast
inn á annað tilverusvið. Þeim er hjúkrað, og góðar verur
leiða þau þroskabrautina, kenna þeim og vernda þau«.
Eftirtektarverðar eru frásagnir Lúðvigs um ferðalög
þeirra bræðra og fleiri, sem með þeim starfa. Fóru þeir
um hásvæði, þar sem fagrar og göfugar verur eru. Þar
öðlast þeir andlegan mátt, til þess að leiðbeina öðrum á
lágsvæðunum og hjálpa þeim í sorgum, neyð og niðurlæg-
ingu. Áhrifin á hásvæðunum eru svo yndisleg, að engin
orð fá lýst þeim, né fegurð þeirri, sem þar blasir við i
einu og öllu. Tímum saman koma þeir bræður ekki í sam-
band, af því að þeir eru starfandi hingað og þangað.
6. marz 1932 sagði Lúðvíg við systur sína Ingeborg, að nú
ætti hann og fleiri, sem hann starfar með, ferð fyrir hönd-
um á lágsvæðunum. »Það verður afskaplega lærdómsríkt
og jafnvel skemtilegt að fara þarna um óþekt svæði«.
Eftir förina segir Lúðvíg systur sinni af ferðalaginu.
»Vér höfnm séð ægilegar ógnir í undirheimunum. En
vér hittum einnig hágöfugar verur. Allur fjöldi sálna, sem
þarna var, hafði lifað allskonar spillingarlífi hér á jörðu-