Morgunn - 01.12.1935, Síða 32
158
MORGUNN
fyltu meðvitund vora unaði. Vér tókum þátt i guðsþjón-
ustum i skrautlegum marmara musterum.
Einu sinni, er vér vorum á leið til stórhallar, gengum
vér eftir mjóum stígum. Beggja megin voru stjúpmóður-
blóm og fagrar liljur. Alt í einu fundum við tveir, að blóm-
in vildu eitthvað við okkur segja. Og það komst inn í
meðvitund okkar, en eg veit ekki i rauninni með hvaða
hætti.
Þegar vér nálguðumst musterin, vorum vér ekki í nein-
um vafa um, að vér værum á helgum stöðum. Friðurinn
var sælukendur.
Byggingarnar eru svo mikil listaverk, að engin orð,.
sem eg þekki, geta lýst því. Vér förum inn og verðum að
taka þátt í ýmsum siðaathöfnum. Söngvar, hugleiðingar og
bænir skiftast á við messugerðir þessar. Alt er þetta lík-
ast æfintýrum.
Skal nú sagt litið eitt frá lágsvæðaferðalagi voru. Áður
en þangað var stefnt fyrir fult og alt, vorum vér útbúin
að nýju með einhverjum varnarefnum. Og oss voru lagð-
ar lifsreglur ýmsar. Þegar inn á þessi svið kom, greip oss
mikill óhugur. — Þefur allur var þar andstyggilegur, og í
eyrum vorum þrumuðu formælingar og skammaryrði. Vér
komum inn í stóran sal, ægistóran. Þar glumdu við tryll-
ingslegir hljómar. Var líkast þvi, að dansað væri uppi yfir
oss og alt í kring. Þarna voru ógeðslegar verur. Þegar vér
komum inn, ráku þessar verur upp skellihlátra og mögn-
uðu gegn oss hark og háreysti. Verur þessar vissu, að vér
vorum frá æðri sviðum og ætluðum að ónýta táldrægni
þeirra og tryllingsunað. Sumir töluðu við oss og spurðu,
hvort vér vissum það, að hægt væri að njóta unaðar á
jörðunni eftir líkamsdauðann, ef hægt væri að komast í
samband við mótstöðulitla menn, sem hneigðir væru fyrir
ólifnað og illvirki. Nokkurir héldu, að vér værum nýlega
komnir frá jörðunni og spurðu, af hvaða glæpum vér gæt-
um hrósað oss. Vér hlustuðum á, hvað lýður þessi sagði.
En alt i einu vakti kvenandlit eftirtekt vora. Mest bar á