Morgunn - 01.12.1935, Qupperneq 40
166
MORGUNN
hluta nætur. Þetta var á útmánuðum, svo að bjart var í
herberginu. Eg leit á úrið, sem eg hafði reist upp við bók.
sem lá þar á borðinu og sá að klukkan var 472- Eg lá
vakandi um hríð, en fannst eg einkennilega máttlaus, og
undarlegur; settist eg því upp og ætlaði að ná mér í
vatn að drekka, sem stóð í glasi á borðinu.
En það fór á annan veg, en ég hugði. Eg settist að
vísu upp, en er eg rétti höndina eftir glasinu, var eins
og mátturinn bilaði og eg hneig aftur útaf. Var eg orðinn
veikur, spurði eg sjálfan mig; sennilegast var það, en eg
fann samt ekki til neinna veikinda einkenna. Eg reyndi til
að rísa upp að nýju, en það fór á sömu leið; eg komst
bara hálfu styttra og hneig aftur niður á koddann.
Eg hugsaði málið um hríð, en komst loks að þeirri
niðurstöðu, að þetta einkennilega ástand mitt boðaði mér
aðeins skyndilega nálægð dauðans. Eg fór að hugsa um
að gera einhvernveginn vart við mig og láta ná í lækni,
en hvarf samt frá því aftur, enda þóttist eg finna, að á-
stand mitt væri þegar orðið þannig, að engum lækni væri
kleift að miðla þar málum. Og til hvers væri þá að vera
að valda öðrum ónæði? eins og eg gat sofið þarna einn,
þá gat eg vafalaust einnig sofnað þarna síðasta jarðlífs-
blundinn, án þess að hafa nokkura votta viðstadda; með
áðurnefnt atvik í huga vissi eg að ekkert var að óttast.
Eg fylgdist nákvæmlega með ástandi mínu, mér fanst
lífsaflið fjara út hægt og hægt, einkennilegur gleymsku-
höfgi seig á mig öðruhverju, en aðra stundina var hugs-
unin jafn skýr og venjulega; eg átti aðeins eina ófullnægða
þrá, þá að geta sagt vinum mínum að eg legði rólegur
og kvíðalaus út i langferðina miklu, sem allir verða ein-
hvertíma að fara.
Eg var öðruhverju að svipast um eftir honum kunn-
ingja mínum, sem eg hefi stundum orðið var við, er líkt
hefir staðið á fyrir mér, bjóst hálfgert við að hann
myndi ef til vill koma til mín, er þannig væri ástatt fyrir
mér, en eg sá engan.