Morgunn - 01.12.1935, Page 48
174
MOKGUNN
lögðum við á stað. Ferðin gekk vel og eg fór inn í her-
bergið til hans og dvaldi þar um hálftíma og rabbaði við
hann. Ýmsu hafði verið breytt í herberginu og setti eg það
vel á mig, til þess að nota það síðar í sannanaskyni, ef svo
kynni að fara, að hann myndi ekki eftir komu minni. Er
hann var laus úr sóttkví, þá var eitt það fyrsta, sem eg
spurði hann um, hvort hann myndi eftir því að eg hefði
nokkuru sinni heimsókt hann að næturlagi. Ekki kvaðst
hann muna eftir því sérstaklega, »en oft dreymdi mig þig«,
bætti hann við. Eg sagði honum nú frá áðurnefndu ferða-
lagi mínu, hvernig hefði verið umhorfs í herberginu hjá
honum, hverju hefði verið breytt þar inni, hvernig skyrtan
hefði verið á litinn, sem hann hefði verið í, sængurverið,
hvað hann hefði haft mikinn hita, o. s. frv. og hvað hann
hefði sagt mér um líðan sína þessa nótt. Er eg hafði lok-
ið máli mínu, spurði eg hann, hvort þetta stæði heima. Svar-
aði hann því játandi, og það væri örðugt að bera á móti
því að eg hefði komið til sín. Meðal annars bjóst eg við
því, að hann myndi endurnýja bón sina til mín er hann:
hafði lauslega drepið á þessa umgetnu nótt, eg hafði skrif-
að það á miða og beið nú átekta. Eg þurfti ekki lengi að
bíða, þvi að hann inti þegar að hinu sama nú og hann
hafði þá gert. Sýndi eg honum nú miðann og varð hann
hálf-forviða, en það var einmitt þessu að þakka að mér
veitti auðvelt að uppfylla óskir hans.
í síðastliðnum mánuði var eg fundargestur hjá frú
Guðrúnu Guðmundsdóttur, og sagði Jakob litli mér þá, að
hjá mér væri maður einn, er hann kvaðst ekki muna eftir
að hann hefði séð hjá mér áður. Lýsti hann útliti hans
mjög nákvæmlega. Gat þess að sér virtist hann vera svona
meðalmaður á hæð með dökt hár. Hann væri frekar grann-
ur að sjá, ekki feitur. Hann myndi vist vera búinn að
vera nokkuð lengi veikur. Fyrst eftir að hann veiktist, kvað
hann mann þennan hafa átt heima nokkuð langt í burtu
eða að hann hefði legið þar. Kvað hann þetta vera sjúkra-
hús, en þar hefðu margir verið veikir af því sama og að