Morgunn - 01.12.1935, Page 49
MORGUNN
175
honum hefði gengið. Hann hefir víst verið veikur af tær-
ingu. En svo hefði hann verið sendur hingað suður til ein-
hverrar frekari aðgerða, og þar hefði fundum okkar fyrst borið
saman, af einhverjum einkennilegum ástæðum, og frá veru
hans i störa húsinu hérna væru allar þær minningar, sem
hann ætti um mig. Hann kvaðst nú sjá inn í heldur litla
stofu, hann sæi einnig annan mann þar, en hálsinn á þess-
um manni væri mjög bólginn. Þennan mann hefði eg líka
þekt, og vegna þess, hefði eg fyrst komið í þetta hús, en
hann kom samt oftar til mín, en til hans, segir þessi mað-
ur, mælti Jakob. Hann kvaðst nú sjá þennan mann, er hann
hefði verið að lýsa, í rúminu, er hann sæi standa nær
glugganum, og í þessu rúmi hefði hann legið, er eg hefði
fyrst komið þangað. Honum leið þá víst fremur illa, hann
hefði verið skorinn einhversstaðar og hann hefði verið með
rnikinn hita. Hann segir að þú hafir oft setið hjá rúminu
sínu. Hann sýnir mér þig sitja á stól, hægra meðin við
sig. Eg sé að þú heldur í höndina á honum og mér sýnist
sem þú munir hafa gert það í einhverjum tilgangi, sko
sérstökum tilgangi. Hann segir það lika og bætir því við,
að af þeim stundum hafi hann haft mikið gagn, þú hafir
hrest sig upp og komið með lífsafl og andlegan þrótt til
sín. bæði með því sem þú hefðir sagt sér, og lika hinu,
sem þú hefðir gert og af því hefði sér ekki veitt, því
hann hefði verið farinn að þreytast andlega og líkamlega
af veikindum sinum, en hann segir, að þú hafir aftur vak-
ið sig til hugsunar um lifið og tilveruna, með því, sem þú
hefðir sagt og gert.
Hann segir að alt þetta hafi aukið skilning sinn á
eilífðarmálunum, og hálpað sér til þess, að verða var við
nálægð þeirra, sem vér ekki venjulega sjáum, segir hann.
En við töluðum um fleira en þetta, segir hann. Eg
trúði honum fyrir öllu, sem mig snerti, eg vissi að eg gat
fyllilega treyst honum. Hann sýnir mér aldraða konu, hann
þekkir hana ekki i sjón, segir hann, en oft mintist eg á
hana við hann, það var hún mamma mín.