Morgunn - 01.12.1935, Síða 51
M 0 R G U N N
177
ingar fylgja þessum atriðum, er gestur þessi dregur fram i
því skyni að sanna nærveru sina.
Eg hitti þennan mann fyrst á Landsspítalanum, en er
eg kom inn á stofuna, þar sem þessi maður lá, þá var eg
að heimsækja mann einn er þangað var kominn til dvalar,
og hann var einmitt með mjög bólginn háls, en fleiri voru
ekki á þessari stofu.
Eg skildi ekkert í þvi, hvers vegna athygli mín drógst
að þessum manni, mér fanst eins og eg sæi þar gamlan
kunningja, þó mér væri það ljóst, að mann þennan hefði
eg aldrei séð, og hann sagði mér síðar að hið sama hefði
sér fundist, er hann sá mig koma inn i stofuna. Næsta
dag kom eg aftur á þessa sömu stofu, en þá vildi svo til
að maðurinn, sem eg var að heimsækja, fékk samtímis
heimsókn af öðrum, svo að eg taldi þá réttast fyrir mig
að gefa mig á tal við þennan áðurnefnda mann, sem ekki
hafði fengið heimsókn af neinum; en þessi stund, sem við
ræddumst þarna við í fyrsta skipti stuðlaði með einhverj-
um hætti að því, að upp frá þessu kom eg daglega til
hans, meðan eg var í bænum.
Um bandið, er hann minnist á, er þetta að segja: Síð-
ari hluta dags, er eg sat heima og var að vinna að ein-
hverju, sem eg man ekki sérstaklega hvað var, vildi svo
til að nokkurar línur voru skrifaðar með hendinni á mér,
ósjálfrátt, sem kemur helzt aldrei orðið fyrir nú, m. a. var
þessi setning rituð: -»Bandið hans N. N. var nokkuð sterkt«.
Dálagleg vitleysa, hugsaði eg, en stakk samt blaðinu í
vasa minn. Næsta dag, er eg kom suðureftir, sagðist hann
ætla að segja mér frá einni mestu vitleysunni, sem sig
hefði nokkuru sinni dreymt.
»Mér fanst í draumnum, sem eg væri kominn heim til
Einars H. Kvarans«, sagði hann. Eg skai taka það fram að
á heimili hans, hafði þessi maður aldrei komið. Lýsti hann
fyrir mér herbergjaskipun þar, húsbúnaði í öllum atriðum,
og var sú lýsing sannleikanum samkvæm í öllum atriðum,
m. a. lýsti hann þeim hjónum og einni konu annari og átti
12