Morgunn - 01.12.1935, Side 56
182
MORGUNN
samið áður en eg fór að heiman, svo að mín var von
heim á tilteknum tíma. En bíllinn tafðist í Hafnarfirði leng-
ur en til var ætlast, og eg beið hans alllengi á Vífilstöð-
um.
Konan mín var Iasin þennan dag og hafði lagt sig út-
af á legubekk í borðstofu okkar í Aðalstræti 16. Þegar
heimkoma mín drógst meira en til var stofnað, fór henni
að verða órótt. Þá var nokkuð títt að bílum hlektist eitt-
hvað á og hún var hrædd um að nú hefði eitthvað orðið
að. Þá heyrir hún gengið upp stigann, og inn ganginn, og
heldur að nú sé eg að koma. Þá er barið á dyrnar og inn
vindur séra Haraldi Níelssyní með miklum hraða. Henni
verður mikið um þetta, svo að hún tárfeldi, því að henni
flaug í hug, að nú væri séra Haraldur kominn til þess að
segja henní frá því að eg hefði orðið fyrir einhverju slysi.
í sama bili hvarf gesturinn. Eftir örstutta stund heyrði hún
og sá nákvæmlega það sama, að því undanteknu, að nú
var það í raun og veru séra Haraldur, sem kom inn. Hann
hafði af sérstökum ástæðum mikinn hug á að hitta annað-
hvort okkar hjónanna.
Eins og áður er sagt, töldu menn áður hér á landi
þess konar fyrirbrigði draugagang. Norðmenn hafa litið svo
á, sem varðengill væri að gera vart við sig, þegar þetta
kemur fyrir. Nú mun vera algengast að nefna þetta, sem
vart verður við, tvífara, og gera sér þá grein fyrir þvi, að
einhver hluti af mannverunni skilji við hana um stundar-
sakir og geti orðið sjáanlegur eða heyranlegur eða hvort
tveggja. En sannleikurinn er sá, að alt er þetta getgátur
og enginn veit enn með vissu, hvernig í þessu liggur. Vér
getum aðeins sagt eins og Norðmennirnir, að þetta sé ekki
hjátrú heldur staðreynd.
E. H. K.