Morgunn - 01.12.1935, Qupperneq 64
190
M 0 R G U N N
»Já, já, eg man það vel«, svaraðí röddin, »eg man eg
kom með þá mótbáru, að hávaðinn i vélinni eða vélar-
spöðunum, eg ætti ef til vill heldur að segja frá kraftstöð-
inni, gæti fipað og truflað miðilinn. En eg held nú, að þér
haxið fundið hið rétta verkefni fyrir slika tilraun, sem þér
stunguð upp á. Haldið áfram með það með öllum ráðum.
Við skulum hjálpa yður hérna megin frá«.
Eg fór af fundinum þetta kvöld nokkuð ruglaður, því
að eg hafði aldrei áður komist í neitt svipað þessu. Eg
hafði ekki getað uppgötvað nein brögð, svo þar sem eg
hafði engar sannanir fyrir svikum, varð eg að trúa því sem'
eg hafði heyrt. Þótt eg væri enn ekki fyllilega sannfærður
um að hin sálrænu fyrirbrigði væru raunveruleg, þá fann
eg enga leið til þess að véfengja þessa kynlegu reynslu..
De Wyckoff og aðrir reyndir spiritistar höfðu ekki látið á
sér heyra, að neitt óvenjulegt hefði við borið.
Hálfri annari viku síðar fékk eg bréf frá de Wyckoff
og sagði hann í því, að samþykki hefði verið veitt frá anda-
heiminum til þess að halda eins og ráðgjört hefði verið
miðilsfund í flugvél.
En þá bar vanda að höndum. Decker var ekki fáan-
legur til að halda flugvélarfundinn. De Wyckoff vildi þá
fresta fluginu, þangað til hægt væri að fá hann. En þar
sem verið gat að það gæti dregist í nokkra mánuði og eg
var orðinn ákafur í að gjöra þessa óvenjulegu tilraun með
sálræn fyrirbrigði, þá ásetti eg mér að fá annan miðil.
Mér var bent á að eg skyldi fá Arthur Ford.
Eg heimsótti Ford og útskýrði fyrir honum hugmynd
mina, og bauð honum að vera miðillinn við tilraunina og
sagði honum að eg mundi sjálfur annast það, sem flugið
snerti.
Hann var ekki þegar í stað hrifinn af hugmyndinni.
»Eg held það mætti takast«, sagði hann, »og það mundi
verða mikilsvert. En að því er okkur snertir mundi það
verða eins og hver annar miðilsfundur, og mundi tæpast