Morgunn - 01.12.1935, Page 68
194
M0R6UNN
með að hafa komið á þessari tilraun. Þetta er stórþýðing-
armikið flug. Þetta er æfintýri enn þá furðulegra en sjálf-
ur dauðinn. Að hugsa sér, að vér skulum allir vera hér
saman fljúgandi hátt uppi yfir næturljósunum í hinni miklu
New York borg yðar. Það er mjög undravert«.
Brátt þagnaði röddin. En nær því óðara kom önnur
rödd nálega upp undir þaki í klefanum, skamt frá miðj-
unni. Hún var sterk og ákveðin:
»Þetta er Beachey — Lincoln Beachey. Manstu eftir
mér?«
Beachey var, svo sem menn muna, einn af brautryðj-
endunum, sem fyrstir sýndu flug, ef til vill hinn áræðnasti
og kunnátíumesti af öllum þeim, sem flugu á hinum gömlu
flugfleytum á fyrstu tíð flugíþróttarinnar. í fyrsta fluginu
sem eg fór, var eg farþegi í einni af þeim fyrir aldarfjórð-
ungi siðan.
Eg svaraði, að eg myndi vel eftir Beachey. Hann
fórst á næturflugi með flugeldum, er hann féll niður í San
Franciscoflóa.
»Þetta er mikil framför, þessi stóra stöðuga flutninga-
vél, fram yfir flugfleyturnar gömlu, er ekki svo? Wilbar
Wright er hér með mér og Floyd Bennett og fleiri, sem
voru brautryðjendur í fluglistinni og eru nú komnir yfir.
Bill bróðir þinn og faðir þinn eru hér líka, Goldstrom«.
»Ætla þeir að tala?
»Eg veit það ekki. Hér eru svo margir, sem vilja tala.
Það er fult af þeim í þessum klefa«. (Wright, faðir minn
og bróðir minn töluðu ekki). Þá kom önnur rödd, róleg
og stillileg eins og hún var i lifanda lífi.
»Þetta er Floyd Bennett. Eg gjöri ekki ráð fyrír, að
þið sjáið það úr klefanum, en við erum nú að fljúga yfir
völlinn, sem var nefndur eftir mér eftir að eg var farinn.
Þetta er merkilegur atburður og þetta er forláta skip.
Ammundsen er hér og vill tala við þig«.
Hér um bil tveim vikum fyrir flugið sagði Ford mér,
að rödd Floyd Bennett hefði í glöggheyrni komið til sín,