Morgunn - 01.12.1935, Page 73
MORGUNN
199
Talaði hinn mikli Guð sjálfur við Móse? Sá Móse hann?
Hvernig var hann ásýndum ? Hvernig var hljómurinn í rödd
hans? Eða var það engill, himneskur leiðsagnarandi, sem
talaði? Líkamaðist hann eða hún? Eða heyrði Móse rödd-
ina með dulheyrn? Eða var Móse gæddur þeirri gáfu að
skrifa ósjálfrátt? Hafði Móse með sér iniðil, sem fór í
sambandsástand, og komu boðorðin frá stjórnanda gegnum
mannlegt verkfæri? Eða var þetta alt saman furðulegt
dæmi líkamlegra fyrirbrigða?
Þau orð út af fyrir sig: »Þetta hefir guð sagt«, hafa
engin áhrif á tilheyrandann. Hann vill fá að vita, hvernig
þetta skeyti hafi komið. Slíkar spurningar ættu menn ávalt
að koma með í sambandi við svo nefnda yfirnáttúrlega at-
burði — ekki eingöngu í ritningunni, heldur í öllum helg-
um bókum veraldarinnar. En um þetta verður aldrei spurt,
fyr en menn hætta við að vegsama smíðapallana og fara
að sinna húsinu — fyr en inenn krefjast sannleikans og
veruleikans, og eru þess albúnir að leggja sjálfa sig og
annað fram i þjónustu hvorstveggja.
Þegar sá dagur rennur upp, verða sjáarar og spámenn
mikils metnir og verndaðir, Þeir verða hvattir til þess að
lifa hreinu og heilögu lífi, og af þeim, sem til þeirra leita,
verður þess sama krafist. Og karlar og konur hvarvetna
verða uppörvaðir til þess að vekja þær gáfur, sem með
þeim búa, að þroska sína sálrænu og andlegu hæfileika,
eins og þeir þroska mátt vöðvanna og vitsmunanna.
Þá verður engin fyrirstaða lengur fyrir þvi að sjá
annan heim. Þessi heimur og hinn heimurinn komast þá í
náið samband hvor við annan, og vilji guðs verður svo á
jörðu sem á himni.