Morgunn - 01.12.1935, Side 95
M0R6UNN
221
tiatnaði undir minni umsjón. Hún birtist að eins þegar sjúk-
lingurinn var sýnilega mjög hættulega veikur. Hún birtist
aldrei, þegar sjúklingurinn þjáðist af veikindum eða afleið-
ingum af slysum, sem ekki voru hættuleg — og þvi fer
betur, að svo er um meirihluta þeirra sem lagðir eru inn
í spítala. En eins og eg hefi tekið fram, brást það ekki að
þegar einhver dó, sem var undir minni umsjón, þá birtist
dökka veran á undan andláti hans. Hvorki tókst hinni
ágætustu læknisment í skurðlækningum eða lyfjalækning-
um, né hinni samvizkusömustu og vönduðustu hjúkrun,
nokkuru sinni að bjarga manni, eftir að eg hafði séð þessa
veru við rúmið hans.
Eg sagði aldrei læknunum né hjúkrunarkonunum í
spítalanum, hvað það væri, sem gerði mig svo sannfærða
um að sumum sjúklingum mundi batna og að aðrir mundu
deyja, af því að eg var þess fullvís, að þau mundu ekki
trúa því, að eg gæti í raun og veru séð það, sem þau
gátu ekki séð; en með timanum fór svo í spitalanum, að
spádómar mínir um bata eða andlát reyndust réttir, og þá
var það alment viðurkent með hjúkrunarkonunum, og að
nokkuru leyti með læknunum, að eg væri gædd einhverri
leyndardómsfullri gáfu til þess að spá um slík efni.
Oft báðu aðrar hjúkrunarkonur, sem höfðu hættulega
veika menn undir sinni umsjón, mig að líta á sjúklinga
sina og segja þeím, hvað eg héldi um það, hvort þeim
mundi batna. Stundum var það, þegar eg stóð við rúmin
þeirra, að dökka veran birtist, og stundum bjarta veran,
og þá lét eg uppi skoðun mína samkvæmt því. En oft sá eg
hvoruga þeirra, og þá lagði eg ekki út í það að segja neitt.
VI.
í spítalanum vandist eg við að sjá menn deyja. Eg sá
suma fagna dauðanum sem lausnara frá þrautum, sorgum,
þreytu og áhyggjum; sem þeim er lyki upp dyrunum, sem
sálir þeirra, leystar frá öllum jarðneskum veikleika, færu
um inn á víðara, frjálsara tilverusvið, þar sem innilegustu