Morgunn - 01.12.1935, Side 104
230
MORGUNN
Ávalt eða nær því ávalt þegar mennirnir, sem voru
að deyja, sáu englana bíða eftir sér rétt á undan andlátinu,
eða þegar andar þeirra sáu þá rétt á eftir andlátinu, þá
virtist mér þeir þekkja þessa komumenn alveg eins og
menn kannast við þá sem þeim þykir vænt um að hitta
hér á jörðunni. Þetta fanst mér benda á það, að þessir
englar hefðu, áður en þeir tóku þeirri breytingu, sem dauð-
inn veldur, verið á jörðunni frændur eða vinir þeirra, sem
nú könnuðust við þá. Þetta var bersýnilega svo, þegar
mennirnir, sem voru að deyja, nefndu þá með nafni, eins
og eg hefi skýrt frá að stundum komi fyrir.
Og það er eins og þegar vér förum sjóveg til ein-
hvers fjarlægs lands, þar sem vér erum með öllu ókunnug,
að skyldmenni vor eða vinir safnast saman til þess að
heilsa oss við lendinguna og fara með oss til hinna nýju
heimkynna vorra, ef vér erum svo heppin að eiga þá þar,
eins er það eðlilegt, að þeir, sem fyrst koma til móts við
oss og heilsa oss, þegar vér förum yfir þröskuld annars
heims, séu einhverjir þeirra, sem voru oss kærir og komn-
ir eru á undan oss þangað.
IX.
Ekki eru það eingöngu læknar og hjúkrunarkonur, er
veita þeim þjónustu, sem sjúkir eru og þjáðir. Englar veita
þeim líka þjónustu. Þetta var mér sömuleiðis opinberað
meðan eg var í spítalanum.
Eitt kvöld var eg að skrifa við lampa með ljósskýlu
við borð í miðri sjúkrastofunni, er eg átti að sjá um sem
næturhjúkrunarkona. Fáein önnur ljós loguðu í stofunni,
en voru dregin niður. Eg leit upp frá blaðinu, sem eg var
að skrifa á, og sá einhvern hreyfa sig til, í öðrum end-
anum á hinni löngu og lítið lýstu stofu. Eg hélt að þetta
væri einhver kvensjúklingur, og að hún hefði farið fram
úr rúminu sínu, en þegar eg kom nær, sá eg að þetta var
ekki sjúklingur heldur engill. Veran var há og grönn, og í
andliti var hún ásýndum sem miðaldra kona.