Morgunn


Morgunn - 01.12.1935, Side 104

Morgunn - 01.12.1935, Side 104
230 MORGUNN Ávalt eða nær því ávalt þegar mennirnir, sem voru að deyja, sáu englana bíða eftir sér rétt á undan andlátinu, eða þegar andar þeirra sáu þá rétt á eftir andlátinu, þá virtist mér þeir þekkja þessa komumenn alveg eins og menn kannast við þá sem þeim þykir vænt um að hitta hér á jörðunni. Þetta fanst mér benda á það, að þessir englar hefðu, áður en þeir tóku þeirri breytingu, sem dauð- inn veldur, verið á jörðunni frændur eða vinir þeirra, sem nú könnuðust við þá. Þetta var bersýnilega svo, þegar mennirnir, sem voru að deyja, nefndu þá með nafni, eins og eg hefi skýrt frá að stundum komi fyrir. Og það er eins og þegar vér förum sjóveg til ein- hvers fjarlægs lands, þar sem vér erum með öllu ókunnug, að skyldmenni vor eða vinir safnast saman til þess að heilsa oss við lendinguna og fara með oss til hinna nýju heimkynna vorra, ef vér erum svo heppin að eiga þá þar, eins er það eðlilegt, að þeir, sem fyrst koma til móts við oss og heilsa oss, þegar vér förum yfir þröskuld annars heims, séu einhverjir þeirra, sem voru oss kærir og komn- ir eru á undan oss þangað. IX. Ekki eru það eingöngu læknar og hjúkrunarkonur, er veita þeim þjónustu, sem sjúkir eru og þjáðir. Englar veita þeim líka þjónustu. Þetta var mér sömuleiðis opinberað meðan eg var í spítalanum. Eitt kvöld var eg að skrifa við lampa með ljósskýlu við borð í miðri sjúkrastofunni, er eg átti að sjá um sem næturhjúkrunarkona. Fáein önnur ljós loguðu í stofunni, en voru dregin niður. Eg leit upp frá blaðinu, sem eg var að skrifa á, og sá einhvern hreyfa sig til, í öðrum end- anum á hinni löngu og lítið lýstu stofu. Eg hélt að þetta væri einhver kvensjúklingur, og að hún hefði farið fram úr rúminu sínu, en þegar eg kom nær, sá eg að þetta var ekki sjúklingur heldur engill. Veran var há og grönn, og í andliti var hún ásýndum sem miðaldra kona.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.