Morgunn - 01.12.1935, Side 107
MOE.GUNN
233
höfðalagið á rúminu, lyfti upp hendinni og benti upp á
við. Hann stóð ávalt stutt við, og svo var nú, en hugar-
víl mitt breyttist í von, þó að mér virtist það enn ganga
kraftaverki næst, ef það ætti að takast að halda lífinu í
þessum hræðilega skemda líkama.
Hér um bil einni klukkustund síðar var eg að leggja
kalda, vota rýju á ennið á henni. Þá sá eg lækningaengil-
inn hinumeginn við rúmið. Veran rétti út hægri höndina
og lagði hana eitt augnablik á höndina á mér, sem eg hélt
með utan um rýjuna, er eg var að leggja á enni sjúklings-
ins. Það var eitthvað mjög sefandi við þessa snertingu, og
svo var hún þýð, að eg get fremur sagt að eg hafi vitað
af henni en að eg hafi fundið hana. Þegar hún dró höndina
til sín, lyfti hún upp höfðinu og leit inn í augun á mér.
Andlitið, sem blasti við mér, var ekki frítt, eftir venjuleg-
um fegurðarmælikvarða, en á það var mótuð sú bliða, og
ljúfmenska, sem hafði langtum meira aðdráttarafl en fríð-
leikurinn einn.
»Vertu hughraust«, mælti hún, »henni batnar«.
Þetta var i fyrsta skipti, sem lækningaengillinn ávarp-
aði mig, en oft var það síðar, þegar hún var að sinna sjúk-
lingum mínum, að hún sagði við mig svipuð hughreyst-
ingarorð.
Þessa nótt kom hún nokkrum sinnum að rúmi konunn-
ar; i hvert skipti lagði hún hægri höndina á enni sjúklings-
ins. En alt þangað til vökutími minn var liðinn, kl. 9 um
morguninn, hafði engin sjáanleg breyting orðið á líðan
sjúklingsins. Næstu nótt heimsótti lækna-engillinn sjúkling-
inn aftur nokkrum sinnum, og konan fékk nokkurn hress-
andi svefn. En þegar læknirinn kom til hennar, áður en
varðtíma mínum var lokið, var hann enn sannfærður um
að vonlaust værí um hana.
Meðan hann var að tala við mig um þetta, birtist
lækninga-engillinn og stóð mjög nærri okkur. Eg sá hana
jafn-greinilega og lækninn sjálfan, en eg vissi, að hann sá
hana ekki. Hann lét aftur getið þeirrar sannfæringar sinnar,