Morgunn - 01.12.1935, Síða 108
234
M0R6UNN
að konunni mundi ekki batna, og þá brosti veran til mín
ljúfmannlega til merkis um það, að eg skyldi vera örugg.
Eg fékk hugrekki við þetta og sagði við lækninn:
»Þetta er vonlaust, að svo miklu leyti, sem við getum
séð; samt trúi eg því, að henni muni batna«.
»Vitleysa«, svaraði hann, »það er ómögulegt, að hún
nái sér aftur, eftir þessar hræðilegu skemdir, sem hún hefir
orðið fyrir. En«, bætti hann við, »auðvitað gerum við alt,
sem unt er, fyrir hana«.
Þessa nótt kom auðsjáanlegur bati, og hitinn, sem hafði
verið mjög hár, lækkaði.
»Já, hún virðist vera ofurlitið betri«, sagði læknirinn
um morguninn. »En sá bati getur ekki orðið nema um
stundarsakir«.
Nótt eftir nótt hélt lækninga-engillinn áfram að sinna
henni, og nokkurum vikum eftir að hún hafði verið tekin
í spítalann gat hún farið heim til sin’ Hún var ekki jafn-
sterk og hraust og hún hafði verið á undan slysinu — eg
veit ekki, hvort hún hefir nokkurn tíma fengið þá heilsu —
en hún gat sint heimilisstörfum sínum og veitt börnum
sínum þá ást og umhyggju, sem þau þörfnuðust. í spítal-
anum var litið svo á, sem þessi bati hefði verið dásam-
legur.
»Eg hélt ekki, að hún kæmist nokkurn tíma á fætur
aftur«, sagði læknirinn, sem hvað eftir annað hafði fullyrt,
að alveg vonlaust væri um hana. »Mér finst batinn blátt
áfram kraftaverk«.
X.
Þegar eg hafði fasta stöðu i spítalanum sem hjúkr-
unarkona, varð eg við og við að taka að mér vinnu utan
spítalans. Hún var í því fólgin að sinna á heimilunum
knýjandi nauðsyn manna, sem voru svo fátækir, að þeir
gátu ekki borgað fyrir þá þjónustu. Þegar ofan á þá raun-
alegu byrði, sem örbirgðin leggur mönnum á herðar, bætast
þær byrðar, sem þjáning og sjúkdóinar valda, þá er komið