Morgunn


Morgunn - 01.12.1935, Page 111

Morgunn - 01.12.1935, Page 111
M0B6UNN 237 en linuðust við það, að þetta hafði ekki komist upp, og hann hafði ekki verið látinn afplána misgjörðina með neinum hætti. í öllu þessu andstreymi reyndi hann að vera glaðlegur konunnar sinnar vegna. Þó að hann segði mér það aldrei, veit eg að hann svelti sig oft, til þess að hann gæti keypt einhverja sælgætisögn handa henni. Hún reyndi líka æfinlega að vera glaðleg vegna mannsins síns og bar þrautir sínar án þess að kvarta. »Eg veit að eg verð betri á morgun«, var hún vön að segja með átakan- legu brosi, þegar hann spurði hana, hvernig henni liði. En hinn veiki máttur hennar hélt áfram að þverra, og eitt kvöldið sá eg dökku veruna með blæjuna fyrir andlitinu við fótagaflinn hennar. Þá vissi eg, að andlát hennar var í nánd. En af því að eg vissi líka um hina dýrlegu, nýju fæðingu og hina skyndilegu lausn frá öllum þrautum, þreytu og vanmætti, sem hennar beið, þá var það með fróunar- tilfinning, að því er hana snerti, að eg beið andláts hennar. Hugsunin um þær sálarkvalir, seni vesalings maðurinn henn- ar mundi líða, urðu mér áhyggjuefni. Barnið fæddist andvana og bráðlega fór móðirin á eftir því inn í betri veröld. Þá sá eg það, sem eg held að sé örðugra að horfa á en hinar sárustu líkamlegu þjáning- ar — sálarkvalirnar. Eg sá þær afdráttarlaust. N. sakaði sjálfan sig um að hafa valdið dauða konu sinnar. Ef hann hefði ekki verið, sagði hann, þá lifði hún enn ánægjulegu lífi í allsnægtum. Af því að hann hefði verið svo mikill heigull að þora ekki að heyja baráttuna einn við fátækt- ina, hafði hann þegið boð hennar um að taka þátt í fá- tæktinni með honum, og með því hafði hann dregið hana út í dauðann. Hann hafði framið skjalafölsun. Hann hafði sýnt það, að hann var hinn auvirðulegasti og fyrirlitlegasti ræfill. Þá fór hann að gera sér grein fyrir auðninni í lífi sínu. Hvernig gat hann borið það af, sem eftir kynni að vera af lífi hans, þegar hann var sviftur samvistum við hana, sem hann unni svo heitt? Hann gat það ekki. Hann ætlaði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.