Morgunn - 01.12.1935, Síða 114
240
MORGUNN
Honum batnaði, og um nokkurn tíma gat eg haldið
sambandi við hann. Hann fór betur og betur að geta gert sér
grein fyrir návist og félagsskap konunnar sinnar. Og hann
sagði mér, að hann fengi ekki aðeins frá henni fullyrðingar
um ást hennar og samúð, heldur færði hún honum líka
heilagar og háleitar hugsanir um óendanlegan kærleik og
miskunn guðs; með þeim hætti öðlaðist hann það traust
á guði, sem var djúpsettara og staðbetra eri það hafði
verið, þegar konan hans, sem hann unni svo heitt, hafði
tekið þátt í lífi hans sýnilega.
Hann borgaði aftur nafnlaust peningana, sem hann
hafði fengið með fölsuðu ávisuninni. Hann hjálpaði öðrum
í bágindum þeirra með ráðleggingum, samúð og ljúfmensku
og líka með peningum, þegar hann hafði efni á því. Mörgum
varð það að góðu að kynnast honum.
Þegar konan hans dó, fanst honum ekki geta komið
til mála, að hann yrði nokkurntíma annað en vesall,
harmþrunginn maður, ef hann héldi áfram að lifa. Undan
þeim forlögum komst hann fyrir þá uppgötvun, að dauðinn
hefði ekki skilið konuna hans frá honum, að sem engill
gæti hún komið aftur til hans, huggað hann og glatt hann
og styrkt traust hans á guði.