Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 7
Nýrækt
Eftir Ölaf Jónsson, jramkvœmdarstjóra
1. Skilgreining og takmörkun.
Nýrækt, í orðsins víðustu merkingu, mætti kalla allar þær umbætur,
sem að tillilutun mannanna eru gerðar á landi, er frá alda öðli, eða að
minnsta kosti um langt árabil, hefur aðeins verið háð duttlungum nátt-
úrunnar, svo framarlega sem þær miða að því að auka gróðurfarslegan
afrakstur þess, breyta honum eða beina í ákveðna átt.
Þannig skilgreind getur t. d. friðun landsins, framræsla, áveita, eyð-
ing sinu og jafnvel skipuleg beit talizt nýrækt, og vissulega geta þetta
allt verið liðir í nýræktarstarfinu.
I þrengri merkingu er það þó eitt talið nýrækt, þegar landi er bylt
eða rótað meira eða minna, það er jafnað, borinn í það áburður eða
gróðurfarinu breytt með ísáningu.
Þannig skilgreint má kalla það allt nýrækt, þegar meiri eða minni
jarðvinnsla með plóg eða herfum er framkvæmd á landi grónu eða
ogrónu, næringarforðinn aukinn með áburði eða jurtagróðri þess
breytt með sáningu, án tillits til þess, hvort land þetta var með öllu
óræktað áður eða t. d. gamalt tún, þýft eða slétt. A gömlum .óræktar-
túnum og frjóum valllendismóum og grundum er í raun og veru enginn
eðlismunur, og má því með góðri samvizku telja endurræktun gömlu
túnanna til nýræktar.
Það getur alltaf verið álitamál, hve mikilla umbóta skuli krefjast,
svo að talizt geli nýrækt, en ræktunarumbætur geta verið á mjög mis-
munandi stigum, svo sem ræklun sléltra grunda með áburði einuin
saman, sléttun smájjýfis án áburðar og sáningar, annars eða hvors
tveggja, og ræktun bithaga með lauslegri herfingu og ísáningu, án þess
að um sléttun sé að ræða. Allt er þetta ræktun, þótt ófullkomin sé. Þá
tnætti einnig telja Jjað nýrækt, þegar land er brotið og unnið lil garð-
yrkju eða kornyrkju. En eftir skilningi almennings á nýræktarhugtak-
inu er það eitt nýrækt, sem hefur grasrækt eða túnrækt að lokatak-