Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 46
44
BÚFRÆÐINGURINN
Þrátt fyrir þetta getur oft verið réttmælt að nota forrækt til að eyða
frumgróðri landsins, ef hann er ekki æskilegur í sáðsléttunni, og eins
til þess að fá betri og varanlegri vinnslu á flagið, því að seigan og stór-
þýfðan jarðveg getur verið örðugt að vinna'og jafna, svo að vel sé, án
þess að hann fái tíma til að fúna og honum sé bylt oftar en einu sinni,
og er þá sjálfsagt að sá einhverjum einærum gróðri í landið á meðan,
því að það flýtir nokkuð fyrir mylduninni og gefur uppskeru. Ekki
virðist þó nein ástæða til að forrækta löndin lengur en nauðsynlegt
er vegna vinnslunnar, og má í því sambandi á það benda, að langri for-
rækt fylgir oft arfi í flögin, en hann getur spillt grasfræsáningunni
verulega og er einkum skaðræði, ef sáð er smára. í leirbornum móa-
og holtajarðvegi má líka vel vera, að margendurtekin vinnsla landsins
geti haft óhagstæð áhrif á eðlisásigkomulag jarðvegsins.
Segja má, að þessi árangur af forræktinni sé nokkuð annar en búast
hefði mátt við, og nokkur ástæða er til að rannsaka þetta frekar. A
það má þó benda, að af dönskum tilraunum hefur niðurstaðan orðið
áþekk (sjá VIII. töflu). Uppskeran er talin í 100 kg heyh. af ha.
TAFLA VIII
Danslcar tilraunir með mismunandi jorrœkt og meðjerð
á mýrajarðvegi.
Engin sand- Sand- Engin kalk- Blandað kalk-
þakning þakið blöndun jarðvegi
Óhreyft ...................... 62.2 52.4
Sáð eftir herfingu ............ 50.3 76.3
— — plægingu ............. 66.3 84.2 97.1 83.4
— — 1 árs forrækt....... 68.2 87.6 92.9 87.1
2 ára forrækt....... 83.4 91.2 87.1 87.9
— — 3 ára forrækt....... 91.9 96.0 87.9 84.8
Fyrstu tveir dálkarnir í töflunni eiga sainan. Þeir eru úr tilraunum,
sem gerðar voru við Herning á Jótlandi á árunum 1914—1922. Síðari
dálkarnir tveir eru hins vegar samandregnar niðurstöður úr tilraun-
um frá Ribe á Jótlandi frá árunum 1929—’45.
í fyrri tilraunaflokknum virðist forræktin gefa allgóða raun, en þó
hlutfallslega minni, þegar notuð er sandþakning. í Ribe-tilraununum er
hins vegar enginn eða lítill ávinningur af forræktinni, sízt af langri
forrækt.