Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 134
Stutt yfirlit um búvélar
Eftir
Guðmund Jónsson og Pálma Einarsson
í eftirfarandi ritgerð viljum við leitast við að gefa nokkurt yfirlit
um þær helztu vélar og tæki, sem verið er að flytja til landsins í ])águ
landbúnaðarins.
I. DRÁTTARYÉLAR
a. Beltisdráttarvélar.
Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur flutt inn 3 gerðir af Inter-
national-diesel-dráttarvélum, TD 6, TD 9 og TD 14.
TD 6 er létt dráttarvél, um 3400 kg að þyngd, 29,49 hestöfl, belta-
breidd 16 þumlungar. Verð í desember 1946 í Reykjavík var kr.
24.108.00. Vél þessi er útbúin fyrir jarðýtu, og kostaði jarðýtan
á sama líma kr. 8.595,00. Þyngd jarðýtunnar er um 1700 kg í
umbúðum.
TD 9 er um 4600 kg að þyngd, 38,88 hestöfl, beltabreidd 18 og 20
þumlungar. Verð í janúar 1947 kr. 30.945,55. Jarðýtan kostaði í
marz 1947 kr. 11.482,00 og vegur 2341 kg í uinbúðum.
TD 14 er 7600 kg að þyngd, 54,04 hestöfl, beltabreidd 22 þuml-
ungar. Verð í marz 1947 var kr. 44.660,00. Jarðýtan vegur 3111
kg og kostaði í marz 1947 kr. 13.554,00. (1. mynd).
Hluta/élagið Orka í Reykjavík flytur inn fjórar gerðir af Cletrac-
beltis-diesel-dráttarvélum:
Cletrac-BDIl er um 4300 kg að þyngd, 36,07 hestöfl, beltabreidd
15, 17 og 20 þumlungar. Vélinni getur fylgt jarðýta. Er hún um
1400 kg að þyngd. Vélin ásamt jarðýtu kostaði í janúarlok 1947
kr. 50.060,00. (2. mynd).
Cletrac-ADH er um 3500 kg, 30,5 hestöfl, beltabreidd 14,17 og 20