Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 114
112
BÚFRÆÐINGURINN
Mánadætur höfðu 4,31% fitu Surtsdætur höfðu 3,91% fitu
Ilvannadætur — 4,19% — Stalínsdætur — 3,91% —
Kollsdætur — 4,10% — Huppsdætur — 3,78% —
Hjálmsdætur — 4,00% —
1 Mýrahrepi eru fáar kýr, en sveitin er illa löguð1 fyrir samgöngur,
svo að nautin í nautgriparæktarfélagi þar þurfa að vera tvö þrátt fyrir
kúafæðina. Þangað var keypt naut frá Hvanneyri, Hvanni, f. 25. jan.
1929, undan Þór á Hvanneyri. Ahrif Hvanna á nythæð og fitumagn í
mjólk kúnna í Mýrahreppi sést á eftirfarandi skýrslu, þar sem sýnd er
meðalnyt og feiti allra kúa í félaginu, dætra Hvanna og annarra kúa:
Meðal- Meðal- Dætur Dætur Dætur Aðrar Aðrar
nyt, fita, Ilvanna, Hvanna, Ilvanna, kýr, kýr,
Ár kg % tala nyt, kg feiti, % nyt, kg feiti, %
1930 2610 3,69
1931 2692 3,84
1932 2829 3,81
1933 2793 3,80
1934 2788 3,73 1 2968 4,00 2783 3,72
1935 2816 3,81 4 3042 3,72 2789 3,79
1936 2967 3,80 4 3124 3,87 3948 3,79
1937 2953 3,89 8 3286 4,11 2848 3,82
1938 3003 3,86 11 3341 4,08 2879 3,77
1939 3078 3,85 11 3368 4,07 2889 3,76
1940 3201 3,85 14 3513 4,05 3010 3,73
1941 3203 3,83 11 3535 3,91 3037 3,79
1942 3251 3,79 11 3511 3,92 3117 3,71
Þessar tölur sýna meðal annars, að meðalnyt kúnna í félaginu hefur
hækkað úr 2610 kg í 3251 kg og fitan úr 3,69% í 3,79%. Nokkrar af
þeim kúm, sem þetta meðaltal er reiknað af, eru dætur Hvanna. Þá sést
mjög greinilega munurinn á meðalnyt kúnna undan Hvanna og allra
annarra kúa félagsmanna. Sá munur er 1942 394 kg mjólkur og 0,21%
fitu. Þó er þess að geta, að árið 1942 eru nokkrar kýr í meöaltali ann-
arra kúa félagsins, sem eru sona- og dætradætur Hvanna og munu gera
muninn minni en hann væri ella.
Þessi lilfærðu dæmi af störfum tveggja nautgriparæktarfélaga sýna
og sanna gildi og nauðsyn þess að vanda val undaneldisgripanna og þó
alveg sérstaklega gildi þess að láta kynbótanautin lifa svo lengi, að séð
verði á afkvæmunum, hverjir eru arfgengir eiginleikar nautanna.
Mörg önnur nautgriparæktarfélög hafa litlum eða engum árangri