Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 102
100
BÚFRÆÐINGURINN
Hvað varðar bráðabirgðaákvæðið um sléttun túnþýfis, eru nánari
ákvæði um framkvæmdina í reglugerð frá 12. nóv. 1942. Þar segir
meðal annars, að samböndin skuli hafa lokið uppmælingu hins ræktan-
lega túnþýfis fyrir 1. jan. 1945, og heyra hér líka undir sléttur, er
gerðar voru fyrir gildistöku jarðræktarlaganna 1923 og orðnar eru
þýfðar. Trúnaðarmaður skal meta, hve mikill hluti túnþýfis geti talizt
ræktunarhæfur, og eigi skal greiða aukastyrk á annað en það túnþýfi,
er orðið getur véltækt að sléttun lokinni. Svo segir:
4. gr. „Þeir, sem styrks njóta samlcvœmt ákvœðum til bráðabirgða
í jarðræktarlögum, skulu minnst slétta árlega þj 0 aj þýji því, sem
greint er á skýrslum búnaðarsambandanna, að sé ósléttað, en sléttun-
arhœjt á viðkomandi jörð, og ber að greiða á sléttunina styrk svo sem
hér segir:
Á þaksléttu ........... kr. 5.00 jyrir 100 m -
- grœðisléttu .......... — 4.00 •—- 100 —
- sáðsléttu ............ — 5.00 100 —
Styrktarjjárhæðin greiðist að viðbœttri verðlagsuppbót samkvœmt
ákvœðum 10. gr. jarðrœktarlaga.“
Að öðru leyti gilda um þessar túnasléttur ákvæði II. kafla jarð-
ræktarlaga og reglur um úttekt jarðabóta, er undir hann heyra.
Um allt, er að úttekt jarðabótanna lýtur, skulu trúnaðarmenn enn
fremur fara eftir fyrirmælum Búnaðarfélags íslands í erindisbréfi eða
leiðarvísi, er það lætur þeim í té.
Hér verður ekki rakið fleira úr jarðræktarlögum eða reglugerðum
við þau, er nýrækt varðar, og verður að vísa þeim, er fá vilja full-
komna fræðslu um þessi mál, til frumgagnanna sjálfra.
18. Málalok.
Engum eru Ijósari en mér, þeir agnúar, sem eru á þessu nýræktar-
spjalli, en ekki finn ég neina þörf á að beiðast afsökunar á þeim. Eng-
inn gerir betur en hann getur, og með þeirri aðstöðu, sem ég hef haft
til að vinna að þessari ritsmíð, var þess að vænta, að hún yrði nokkuð
gölluð. Eg lít svo á, að þetta korni ekki að verulegri sök, því að helzt
megi líta á þætti þá um jarðræktarmál, sem að undanförnu liafa komið
út í sambandi við Búfræðinginn og með þátttöku Búnaðarfélags ís-
lands, sem drög að jarðræktarfræði, eins konar uppkast, sem síðar