Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 31
BÚFRÆÐINGURINN
29
að þaksléttan sé þegar dæmd úr leik, því aö hún kemur eigi til greina,
eftir að landið er tætt með grasrót. En milli sjálfgræðslu eða græði-
sléttu og sáðsléttu getum við ennþá valið.
Þá var líka í síðasta kafla vinnsla landsins svo langt komin, að bera
skyldi búfjáráburð í flagið, ef hans var völ og ætlunin að ljúka ræktun-
inni í einum áfanga. En um þetta verður rætt síðar.
Samanburð á ræktunaraðferðum má gera á tvo vegu. Bera má sam-
an, hve kostnaðarsamar þær eru eða hvað það kostar að rækta ákveðna
landstærð með hverri aðferð við sömu aðstöðu. Einnig má bera saman
ræktunarárangurinn, þ. e. uppskeru þess lands um lengri eða skemmri
tíma, sem ræktað er með mismunandi aðferðum.
Fyrst skulum við athuga kostnaðarhliðina lítið eitt.
Þaksléttan hefur þá sérstöðu, að áður en vinnsla landsins og jöfnun
hefst, er grasrótin rist ofan af landinu í ferhyrndum torfum, sem nefnast
þökur og eru venjulega um 30—50 cm á hlið og um 5 cm þykkar.
Þökur þessar voru losaðar þannig, að fyrst var skorið fyrir þeim þvers
og langs með hníf , nál. 15 cm löngum, er gekk hornrétt út úr endanum
á um 1—1.5 m löngu skafti. Því næst var skorið undir þökurnar með
þríhyrndum skera, ristuspaða, er festur var á s-sveigðan járnarm, er
gekk upp í stutt skaft, er líktist rekuskafti. Þegar skeranum var beitt
á sléttu, nam haldan á skaftinu við innanvert hægra lærið ofan til, og
beitti sá, er risti, lærinu til að þrýsta spaðanum undir þökurnar. í
þýfi varð að beita ýmsum ráðum við ristuna.
Þegar búið var að rista ofan af, varð að bera þökurnar úr flaginu,
áður en hægt var að vinna það, og til þess að þetta yrði ekki alltof
erfitt, var sælzt eftir því að hafa flögin löng, eji mjó.
Jarðvinnslan sjálf var tiltölulega auðveld, því að ofanafristuflögin
plægðust og herfuðust auðveldlega. Þegar lokið var að jafna flagið og
bera í það áburð, var það aftur þakið með þökunum, og var það all-
inikið veik. Loks var svo einhverjum léttum áburði eða aðeins gróðrar-
niold dreift yfir þökurnar, svo að þær skyldu ekki skrælna og smá-
glufur, sem stundum urðu á milli þeirra, fylltust.
Við sjáum fyrst og fremst, að þakslétta kom aðeins til greina á vel
grónu landi, sem vaxið var kjarngóðum valllendisgróðri, í túni eða
góðurn valllendismóum. Þá er fljótséð, að meginhluti verksins verður
aðeins unninn með handafli, og mun ekki langt frá lagi, að ofanaf-
ristan og þakningin sé um 80—100 dagsverk á ha, þótt miðað sé við