Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 24
22
BÚFRÆÐINGURINN
of djúpt eða hlaupi upp úr plógfarinu. Ef plógmaðurinn verður að
beita orku við plóginn til þess að halda honum í réttu horfi, þyngir það
dráttinn mjög mikið og spillir verkinu.
Þegar land er plægt, þarf fyrst og fremst að hafa tvennt hugfast, en *
það er að plægja beint og skipulega og gæta þess, að strengirnir velti
að minnsta kosti svo mikið, að grasrótin horfi ekki upp. Fyrra atriðið
gerir plæginguna ekki aðeins áferðarfallegri, heldur líka auðveldari, því
að sé plógfarið ekki beint, er hætt við, að strengirnir velti illa með
köflum. Síðara skilyrðinu er sæmilegt auðvell að fullnægja, sé landið
slétt, en i þýfi verður strengurinn ætíð misþykkur og veltur þá líka
misjafnlega. Ef hann veltur ekki, verður að ganga á hann með gaffli og
velta honum, áður en næsta umferð er plægð.
Fullkomlega skipulagðri plægingu veröur ekki komið við, neina land-
ið, sem plægja á, sé slétt eða mjög greiðfært. Fyrst er að ákveða, hvort
plægingin skuli hafin í miðjum teig eða út við jaðra hans. Þetta skiptir
engu verulegu máli, ef landið, sem á að plægja, er svo breitt, að því er
skipt í teiga, sem plægðir eru hver fyrir sig. Er. sé landið eigi breiðara
en svo, að það er plægt í einum teig, er munurinn sá, að sé byrjað í
miðju, verður hryggur, þar sem strengirnir leggjast hver móti öðrum,
og óplægð rönd undir, en þegar plæging er hafin utast, leggjast fyrstu
strengirnir út á óplægt, og þá verður rák í miðjum teig.
Þegar plæging á greiðfæru eða sléttu landi er hafin í miöjum teig,
eru fyrstu strengirnir hafðir þunnir og plógnum hallað ó landsíðuna,
svo að strengirnir verða næstum þríhyrndir. Það verður að plægja þá
þannig, að þegar þeir eru oltnir, nemi þeir aðeins saman eða gangi ör-
lítið á misvíxl. Undir þeim er þó jafnbreitt land óplægt og þeir eru
breiðir. Þykkt strengjanna er síðan aukin, svo að komin er full þykkt
í þriðju umferð. Oft þarf, þegar plæging er hafin, að velta fyrstu
strengjunum að nokkru eða öllu með handafli. Þegar plæging hefst yzt
á teig, er ekki heldur hægt að plægja með réttum plóg eða í fulla dýpt
fyrr en í annarri eða þriðju umferð. Þegar svo eru eftir tveir strengir
óplægðir í miðju, er bezt að plægja þá þannig, að fyrri strengurinn er
hafður þunnur, en sá síðari þykkur. Við það fær landsíðan viðnám,
meðan síðasti strengurinn er plægður, svo að plógurinn hleypur ekki
undan honum. Þegar slétt land er plægt, eiga strengirnir að hvolfast
svo vel við, að grasrótin horfi niður og hver strengur hvíli á þeim
næsta á undan. En í þýfi er ógerlegt að fylgja þessu, nokkuð af strengj-