Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 15
BÚFRÆÐINGURINN
13
Heildareinkenni þurrlendisins eru þau, aS það er vaxið gróðri, ef
einhver er, sem þolir ekki háa grunnvatnsstöðu til langframa. Venjulega
er það því ræktunarhæft án teljandi framræslu, ef aðrennslisvatni er
bægt frá. Þó kemur oft fyrir, þegar þurrlendið er brotið, að vatn kem-
ur upp í því þar, sem þess var ekki von, en venjulega má losna við
þess háttar uppgönguvatn með einstökum ræsum eða skurðum án sam-
felldrar, skipulegrar framræslu.
Valllendið er vaxið heilgrösum eða blendingi af grösum og holta-
gróðri. Þar, sem grösin eru einráð, ber oft mest á einstökum tegund-
um, og getur ásigkomulag valllendisins farið nokkuð eftir því, hvaða
grastegund er ríkjandi, hvort það er til dæmis snarrót eða sveifgrös.
Þessi legund valllendisins er venjuleg frjó, en rótin nokkuð seig og
seinunnin. Eftir því sem valllendið verður þurrara og ófrjórra, ber
meira á holtagróðrinum, einkum á börðum og þúfnakollum, og getur
það orðið að flagmóa, þar sem þúfnakollarnir eru flög, en gróðurinn
aðeins í lægðunum. Þessi tegund valllendis er myldin og auðunnin, en
ófrjó.
Valllendið er yfirleitt gott ræktunarland, líka hinar léttari tegundir
þess. Ræktunartilkostnaður hlutfallslega lítill.
Lyng- og hríslendi nefni ég það, þegar megingróðurinn er beitilyng
og fjalldrapi. En auðvilað mætti líka telja hér með land, sem er að
meira eða minna leyti vaxið öðrum lyngtegundum, eins og kræki-
berjalyngi, sortulyngi o. s. frv., eða þar sem smjörlauf og víðir vaxa,
en þessar tegundir eru alls ekki einkennandi fyrir það, sem ég nefni
lyng- og hríslendi, en vaxa ýmist á útmörkum valllendisins eða vot-
lendisins.
Lyng- og hríslendi er venjulega talið ófrjótt, seinunnið og lélegt
ræktunarland. Oftast er það þýfl og mikið í því af rótum, er tefja vinnsl-
una, þótt jarðvegurinn sé í sjálfu sér gljúpur og sundurlaus. Þessi jarð-
vegur þarf helzt lífrænan áburð, mykju, slóg eða þara. Hann þarfnast
líka oft veðrunar, og það gæti verið mikils viröi, ef hægt væri að
blanda í hann leir og sandi. Líka gæti gróðurfarið bent til þess, að jarð-
vegurinn sé í súrara lagi, en ekki veit ég til, að það sé rannsakað. Held-
ur er það óalgengt, að þeir, sem jörð rækta, þurfi að sæta því að rækta
lyng- og hríslendi, því að jarðvegur þessi er algengastur í nokkurri hæð
yfir sjó, og er því um litla reynslu í ræktun hans að ræða.
Sandar og melar eru ekki að öllum jafnaði valdir til ræklunar, en