Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 155
BÚFRÆÐINGURINN
153
Mætti takast að koma upp í sveitunum einhverjum slíkum starfs-
stöðvum, sem hér er drepið á, væri ekki ólíklegt, að margur maðurinn,
sem alizt hefur upp í skauti náttúrunnar, kysi heldur að staðnæmast
á slíkurn stöðum en flytja sig í hringiðu bæjanna, í algjört öryggisleysi
um afkomu sína. Og þá væri líka meiri von um, að hægt yrði að halda
við félagssamtökum sveitanna en nú er.
Sjálfvirk súgþurrknn
Eftir Júlíus Bjarnason, Leirá í BorgarjjarSarsýslu
Samkvæmt ósk Guðmundar Jónssonar á Hvanneyri vil ég í örfáum
dráttum gera grein fyrir tilraun, sem gerð hefur verið hér á Leirá
nokkur undanfarin sumur til þess að verjast ofhita í heyjum, en er
óþekkt að öðru leyti öllum almenningi. Aðferð þessi byggist á hinu
sama og vélsúgþurrkun, að fá loflhringrás í heyið neðan frá gólfi hlöð-
unnar. Hefur það tekizt á þann hátt, er nú skal greina.
Yfir allt hlöðugólfið er raðað grjóti, þannig að slétti flölurinn á
hverjum steini snýr upp og ekki her meira á einum steini en öðrum.
Með því móti verður það sæmilega slétl undir fæti.
A grjótið eru lagðir tveir tréstokkar ferkantaðir, 6 þumlungar á
breidd og álíka háir, sem ná eftir endilangri hlöðunni og út í gegnum
norðurgafl. Breiddin frá hverjum hliðvegg hlöðunnar að stokk er allt
að 2 metrar og sama breidd milli stokkanna.
Yfir þvert hlöðugólfið liggja aðrir tveir stokkar, sem eru í þremur
hlutum, og eru endar þeirra grópaðir inn í hliðveggi aðalstokkanna.
Að öðru leyti liggja endar þeirra út í gegnum austurhliðvegg.
Stokkarnir eru smíðaðir úr 6X1 þumlunga borðum, opnir að
neðan, eji lokaðir að ofan og til hliðanna, og hafa allir loftsamband
sín á milli. Þar, sem vel hagar til, væri bezt, að þeir næðu út í gegnum
hlöðuveggina í fjórar áttir.
Þegar þessu er þannig komið fyrir, er ávallt mikill loftsúgur í stokk-
unum, sem hefur greiðan gang ofan í grjótið og streymir því alls staðar
jafnt upp í heyið og hefur þau áhrif, að það nær ekki að ofhitna.
Síðastliðin þrjú ár hefur þessi umbúnaður verið hér í fjóshlöðunni