Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 113
BÚFRÆÐINGURINN
111
1914—18 2249 — 3,65 — 1934-38 2830 — 3,78 —
1919—23 2456 — 3,65— 1939—43 3123 — 3,90 —
Meðalkýrnytin hefur hækkað og fitumagn mjólkurinnar aukizt. Or-
sakirnar munu vera m. a. batnandi fóður, betri hirðing, meiri að-
gæzla um að ala lífkálfa undan betri kúnum o. fl. En langmest hefur
þokað í áttina við rétt val kynbótanauta. Þetta sést að nokkru leyti með
því að bera saman þær kýr, sem samfeðra eru, og atbuga hvern systra-
hóp fyrir sig og bera saman innbyrðis. Þegar þetta er gert í Hruna-
ntannahreppi með fimm ára millibili og kýrnar flokkaðar eftir feðrum,
verður nythæð kúnna sem hér segir:
Feður kúnna: 1933 1933 1938 1938 1943 1943
Oþekktir vetrungar Tala Meðalnyt Tala Meðalnyt Tala Meðalnyt
eða utansveitarnaul . . . . 58 2462 kg 45 2183 kg 25 2701 kg
Birnir .. 15 2828 — 9 2748 — » »
Krossi .. 16 2726 — 8 2903 — 6 3400 —
Kuggur .. 21 2736 — 14 2873 — 5 3663 —
Hvanni .. . 18 2822 — 23 2922 — 7 3639 —
Kollur » 24 2734 — 23 3207 —
Grani »5 14 2947 — 10 3546 —
Rauður » 20 2718 — 10 3190 —
Huppur » 5 2875 — 25 3560 —
Yniir 16 2392 — 5 3237 —
Hjálmur . . . „ » » » 26 3307 —
Stalín 14 2978 —
Surtur » ff 14 3107 —
Máni » » » 14 3394 —
Þetta yfirlit sýnir glögglega, að ófeðruðu kýrnar undan vetrungun-
um eru verstar. Þær lækka öll þessi ár meðalnytina í félaginu. Væru í
þeirra stað koninar Hvanna- eða Huppsdætur, myndi meðalnytin vera
til muna hærri og arðsemi meðalkýrinnar meiri. Þetta er í Hruna-
ntannahreppnum, en þar er eitt bezta og elzta nautgriparæktarfélagið.
Þar eru þó enn (1943) 25 kýr af 222 undan óvöldum vetrungum eða
aðkeyptar og óvíst um faðernið. Hvað má ætla, að þá sé annars staðar,
og hvað þar, sem ekkert nautgriparæklarfélag er. Kynbótanautin eru
misjöfn, en einungis eitt (Ymir) hefur reynzt illa, lækkað meðalnytina,
og var það þó, að því er virtist, vel ættað.
Fitumagn mjólkurinnar er ekki síður misjafnt en mjólkurmagnið, og
áhrifa nautanna gætir þar líka. Fitumagn áðurnefndra systrahópa í
Hrunamannahreppi reyndist svo árið 1943: