Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 36
34
BÚFRÆÐINGURINN
heygæöunum er ekki fyrir hendi, en enga ástæðu hef eg til að ætla þau
minni af sáðsléttunni en hinum sléttunum.
3. Yfirburðir sáðsléttunnar eru að minnsta kosti fyrstu árin mjög
miklir, hvort sem er í ræktuðu eða óræktuðu landi með búfjár- eða til-
búnum áburði, en þó tiltölulega mestir í óræklinni með tilbúna áburð-
inum. Þar hafa eðlilega þær ræktunaraðferðir, er treysta á náttúrlega
gróðurinn, lökust skilyrði, en þetta staðfestir það, sem reyndar liggur í
augum uppi, að sáðsléttan er nothæf við breytilegri skilyrði en hinar
ræktunaraðferðirnar.
6. Áburðurinn. Lokið við sáðsléttuna.
Tilraun sú, sem rakin var í kaflanum hér á undan, sýnir ennfremur
greinilega, að gerlegt er að rækta land, þótt eigi sé völ á búfjáráburði,
og að þetta er því auðveldara, sem landið er frjórra og eðlisbetra. Sá
skammtur af tilbúnum áburði, er notaður var í tilrauninni, hefur meira
að segja í fornræktaða landinu gefið 12—19 töðuhestum meira af ha
árlega en búfjáráburðurinn, þegar tekið er meðaltal af öllum tímanum.
En ekki er munurinn svona mikill, hvað sáðsléltuna snertir, þegar sam-
anburðurinn er gerður á meðaltali fjögurra síðustu áranna. í óræktar-
landinu er munurinn miklu minni eða enginn að kalla má, en þetta
sýnir, að notkun búfjáráburðar í nýrækt muni hagkvæmastur í mögr-
um jarðvegi.
Mjög athyglisverð er breyting sú, sem verður á uppskerunni,, þegar
breytt er um áburð eftir sex fyrstu árin: tilbúinn áburður borinn á,
þar sem áður var búfjáráburður, og öfugt (sjá töflu III). Uppskeru-
tölurnar, sem eru heyhestar, 100 kg, á ha, eru meðaltal fjögurra síðustu
áranna, eða eftir að breytingin var gerð.
Búfjáráburðurinn er seinvirkur, og nokkuð af því, sem árlega er borið
á, safnast fyrir sem forði og notast smám sainan. Þess vegna eykst upp-
skeran snögglega mikið, þegar horfið er frá búfjáráburði til tilbúins
áburðar. Þetta verður öfugt, þegar skipt er á hinn veginn. Tilbúni á-
burðurinn hefur ekki skilið eftir neinn forða, sprettan veltur öll á
þeirri jurtanæringu, sem árlega er borin á. Það fæst ekki hámarksupp-
skera af búfjáráburði fyrr en eftir nokkur ár, er hæfilegur forði hefur
safnazt.
Enginn vafi leikur á því, að þegar verið er að nýrækta land, er æski-