Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 61
BÚFRÆÐINGURINN
59
vatnið og veita því í læki eða skurði. Marflatt land verður liins vegar ekki
varið á þennan hátt. Þá er helzt tiltækilegt að skipta því niður í teiga,
sem mega vera allt að 30 m breiðir og gerðir eru 25—30 cm hærri í
rniðju en út til jaðranna. Milli teiganna eru hafðar grunnar, opnar
vatnsrennur, sem auðvelt er að aka yfir og tefja því lítið notkun hey-
vinnsluvéla á sléttunum. Þessar rennur taka móti yfirborðsvatninu, er
rennur af teigunum, og leiða það í skurði.
Hæðarmunur teiganna fæst aðeins með tilfærslu í flögunum, og
verður henni að vera lokið, áður en mykja er borin í þau. Við þessa
tilfærslu má nota tréslóða eða létta ýlu, sem setja má framan á litla
dráttarvél. Þegar þeirri tilfærslu er lokið, má aka a mykju og plægja
hana þannig niður, að plægingin er hafin í miðjum teig og strengjun-
um velt hvorum móti öðrum, en lokið rnitt á milli teiganna. Verður þá
þar opið, tvöfallt plógfar, sem er hæfileg vatnsrenna.
Jarðblöndun. má heita óþekkt fyrirbæri við nýrækt hérlendis. Er-
lendis er mjög algengt að blanda jarðveginn með miklu af aðfluttum
jarðefnum, einkum við ræktun mýra. Alkunnug er notkun kalks eða
kalkblandins jarðvegs í þeim tilgangi að metta sýrur í jarðveginum,
auka gerlagróðurinn og flýta rotnun torfsins. Sums staðar þykir þessi
kalkblöndun jarðvegsins nauðsyn á nokkurra ára fresti, því að kalkið
eyðist og sýrurnar aukast smátt og smátt á ný, þar til er jarðvegurinn
er orðinn svo súr, að það tefur bæði þroska jurta og baktería.
Notkun kalkefna til jarðvegsblöndunar, svo að um muni, kemur
naumast til greina hér nema á örfáum stöðum, þar sem auðvelt er að
ná í skeljasand, en virðist líka naumast nauðsynlegt nema sem undan-
tekning, því að yfirleitt er íslenzkur jarðvegur lítið eða alls ekki súr,
svo að af þeim ástæðum er kalkblöndunar sjaldan þörf, og jafnvel er
svo ber við, að jarðvegurinn er í upphafi ræktunar of súr, virðist hann
hafa eiginleika til að metta eða deyfa sýruna, þegar búið er að ræsa
hann og rækta. Auðvitað gæti kalkblöndun oft haft hagkvæm áhrif á
myldingu mýratorfsins og efnabreytingar í jarðvegi og búfjáráburði,
en langoftast verður hún allt of kostnaðarsöm og vinningurinn sennilega
lítill.
Þótt við gelum ekki gert ráð fyrir stórfelldri blöndun kalks í ný-
ræktarlönd okkar, getur þó önnur jarðblöndun vel komið til greina,
einkum blöndun steinefnajarðvegs, sands og leirs, í léttan mýrajarð-
veg. Þess háttar jarðblöndun er algeng við ræktun mýra erlendis og