Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 108
Kynbætur búf jár II
Ejtir Runólj Sveinsson, skólastjóra
A. NAUTGRIPARÆKT
I
I’egar rætt er um kynbætur eða ræktun búfjár, er nauðsynlegt að gera
sér ljóst í fyrsta lagi, í hvaða tilgangi búféð er haldið, og í öðru lagi,
hvernig sá stofn er, sem við höfum til umráða til ræktunarinnar.
Hér á landi er aðalmarkmiðið með nautgriparæklinni mjólkurfram-
leiðsla. Nautakjöt er þó notað í allstórum stíl til átu, og ber því að taka
tillit til þess við nautgriparæktina.
íslenzku nautgripirnir eru svo misjafnir, ósamstæðir, lítið og illa
ræktaðir, að ekki er hægt að flokka þá, livorki í eitt eða fleiri kyn, —
a. m. k. ekki, ef sú merking er lögð í orðið búfjárkyn, sem á Norður-
landamálum er nefnt „rase“ og á enskri tungu „breed“. Á landnáms-
tíð munu nautgripir aðallega hafa verið fluttir hingað frá Norðurlönd-
um, sennilega mest frá Noregi, og Bretlandseyjum. í þúsund ár hafa
þeir verið haldnir hér, en allt fram á okkar daga ræktaðir skipulags-
laust og meira og minna af handahófi, og hafa því engin kyn né kyn-
festa skapazt í þeim stofni, sem í landinu er. Að ytra útliti eru kýrnar
t. d. mjög misstórar, mislitar, ýmist hyrndar eða kollóttar o. s. frv.
Að öðrum arfgengum eiginleikum eru þær ekki síður misjafnar,
svo sem að nythæð og smjörgæðum.
Til frekari skýringar og sönnunar á því, hvernig nautgripastofn
okkar er nú, skal drepið á það helzta, sem gert hefur verið til ræktunar
íslenzkra nautgripa.
II
Fyrstu tilraunir, sem miða í þá átt að kynbæta eða rækta kýr hér á
landi, eru gerðar að tilhlutun Magnúsar Stephensens (f. 1762, d. 1833)
á öðrum tug 19. aldarinnar. Magnús lét flytja inn hingað frá Dan-
mörku nokkra úrvalsgripi af rauðu dönsku kúakyni, sem Danir voru
þá að rækta. Nautgripir þessir blönduðust í kýr okkar á Suður- og
Suðvesturlandi, og mun áhrifa þeirra hafa gætt allmikið og þeir bætt