Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 171
BÚFRÆÐINGURINN
169
Jón Hrólfsson, Haugum í Skriðdal í S.-Múlasýslu, skrifar:
„Margar góSar leiðbeiningar hefur Búfræðingurinn flutt okkur. Má
þó eflaust um sumar þeirra deila, t. d. einföldu járnhúsin, sem engir,
sem reynt hafa hér um slóðir, munu taka til fyrirmyndar. Eru þau
leiðinleg í allri umgengni sökum innfennis.
Sumir bændur telja það eitt nauðsynlegt í sambandi við innkaup á
aflvélum, að þær séu sem stærstar og dýrastar. Eg get ekki fallizt á
þetta. Ég er sannfærður um, að ódýrara er að brjóta land og vinna með
dráttarvél af gerðinni International W 4, þar sem á annað borð er hægt
að koma henni við, en með beltisdráttarvélum. GanghraSi W 4 er
niiklu meiri, eyðslan minni og urn geysilegan verðmun að ræða á þess-
um vélum.“
Þorsteinn Bergdal, Syðri-Tjörnurn í Eyjafirði, skrifar:
„Æskilegt væri, að akbraut frá haughúsi og þvaggryfju væri um 1
m lægri en gólf þessara liúsa. Er þá hægt að láta þvagið renna í forar-
tunnuna eða kassann. Ef til vill væri líka unnt að láta mykjuna renna í
kerruna. Mun hún víðast hvar nægilega þunn til þess. Gólfi haughússins
þyrfti þá að halla allmikið fram og veggurinn að framan ná lengst
fram um miðjuna. Þar væri op með renniloki, þar sem mykjan rynni
niður í kerruna. Þetta mundi spara mikinn tíma og erfiði, ekki sízt
þegar farið verður að nota stórar kerrur eða vagna aftan í dráttarvélar
eða „jeppbíla“.“
Guðmundur Jónasson frá Eiðsstöðum í Húnavatnssýslu skrifar:
„Ég hef látið einn mann sjá um hverjar tvær mjaltafötur, þegar
mjólkað er með vélum. Tel ég, að einn maður geti alls ekki haft 3—4
mjaltafötur, eins og víða mun eiga sér stað, ef hann á að þvo kúna
vel, áður en vélin er sett á, taka þrjá til fjóra boga úr hverjum spena,
strjúka júgrið vel niður, þegar minnka fer í því, og gæta þess vel, að
vélin sé ekki of lengi á kúnni, og hreyta að síðustu vandlega. Gott er að
þvo júgur kýrinnar upp úr heitu vatni, áður en mjaltir hefjast. Þær
„selja“ þá betur. Sumar kýr verða ekki mjólkaSar með vél. Ég nota
alltaf klórammoníum í þvottavatnið á kýrnar. ÞaS varnar bólgu og
öðrum kvillum í júgri.“
Oddur Daníelsson, Tröllatungu í Strandasýslu, skrifar:
„Nú er mikið talað um skipulagningu framleiðslunnar. Ég veit, að