Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 14
12
BÚFRÆÐINGURINN
höfðu verið vanmetnar. 3. Tilraunir voru gerðar með samanburð á
ræktunaraðferðum, er leiddu greinilega í ljós yfirburði sáðsléttnanna.
Þegar jarðræktarlögunum var breytt, var sáðsléttunum gert hærra
undir höfði en öðrum ræktunaraðferðum, en síðan hefur hundraðshluti
sáðsléttnanna í nýræktinni sífellt farið vaxandi, jafnvel á stríðsárunum,
þrátt fyrir örðugleika á útvegun hagkvæms grasfræs. Er nú varla
nokkur sá, sé hann kunnugur þessunr nrálum, að hann efi, að við tún-
rækt okkar skuli sáðsléttan ríkjum ráða í framtíðinni.
Tafla I sýnir greinilega, að hundraðshluti sáðsléttunnar í nýræktinni
hefur farið jafnt og þétt vaxandi, síðan farið var að greina hana sér-
staklega í hagskýrslum, eða úr 52% 1931 í 81% 1944, og er hún orðin
svo föst í sessi, að jafnvel örðugleikar stríðsáranna hafa eigi getað
hnekkt henni að neinu ráði. Þaksléttan á stöðugt dálítil ítök í ræktun-
inni, einkum í túnasléttunum, en virðist nú á hröðu undanhaldi síðustu
árin. Græðisléttan er ræktunaraðferð, er líka fer greinilega hnignandi
í öllum landshlutum, en þó langmest á Norðurlandi, og er líklegt, að
þar sé um áhrif frá tilraunum Ræktunarfélags Norðurlands að ræða.
Sennilegt má telja, að sáðsléttan eigi eftir að eyða þaksléttunni og
græðisléttunni með öllu, því að í sáðsléttuaðferðinni búa margvíslegir
þróunarmöguleikar, sem hinar ræktunaraðferðirnar skortir, en víðtæk-
ari tilraunir og rannsóknir eiga eftir að leiða í ljós.
3. Val ræktunarlands og undirbúningur.
Þegar velja skal land til nýræktar, kemur margt til álita, en þó eink-
um fimm eftirfarandi atriði: 1. rakaskilyrði, 2. frjósemi, 3. vinnslu-
skilyrði, 4. lega, 5. aðstaða til jarðvegsbóta.
Til þess að geta gert sér grein fyrir þreinur fyrstu atriðunum er
nauðsynlegt að flokka það land, er til greina getur komið að rækta.
Engin slík viðurkennd flokkun er til fyrir íslenzkan jarðveg, en meðan
svo stendur, má reyna að notast við eftirfarandi skiptingu, sem er þó
mjög ófullkomin og dregur aðeins grófustu línurnar.
{valllendi f hálfdeigjur
lyng- og hríslendi II. Votlendi 'v mýri
melar og sandar þ flói
Ekki verður hjá því komizt að gera nokkra grein fyrir þessari skipt-
ingu og helztu einkennum og ræktunarhæfni hvers flokks.