Búfræðingurinn - 01.01.1947, Page 51
BÚFRÆÐINGURINN
49
það er smitað. En jafnframt ber að gæta þess að sá því í dumbungi,
svo að sól skíni ekki á það. Og af sömu ástæðu á að herfa fræið tafar-
laust niður, er því hefur verið sáð.
Það er líka hægt að smita jarðveginn. Bakteríumoldinni er þá bland-
að vandlega saman við sand eða þurra mold. Moldinni er síðan dreift
jafnt um flagið og hún herfuð niður. Þessi aðferð þykir þó lakari en
að smita fræið.
Áður hefur verið á það bent, að vegna illgresishættunnar sé óheppi-
legt að bera búfjáráburð í flögin, meðan á forræktinni stendur, því að
arfinn getur spillt mjög sáðsléttunum og kæft sumar sáðjurtirnar, eink-
um smára. Hins vegar var á það bent, að grænfóðurhafrar og ef til vill
líka grænfóðurbygg vex bezt í öllu mögru landi, ef sæmilega er borið
á af búfjáráburði. Þessa er hins vegar ekki þörf, þegar um belgjurta-
grænfóður er að ræða, og er það eitt meðal annars, er mælir með
notkun þess í forrækt. Kalí og fosfórsýru má þó eigi skorta, og mun
því hyggilegt að bera á fyrir belgjurtagrænfóður um 300 kg af 20%
súperfosfati og 200 kg af 40% kalí á ha. Köfnunarefnisáburð þarf hins
vegar ekki að nota, ef smitunin hefur lánazt. En hafi hún mistekizt eða
sé um eintóma hafra eða bygg að ræða, mun eigi veita af 400—600
kg af 15.5% kalksaltpétri á ha, sem borinn er á, þegar vel er komið upp.
Sáning til grænfóðurs er tiltölulega auðveld. Fræið er fremur stórt
og þungt og dreifist vel, jafnvel þótt nokkur gola sé. Þó þola hafrar
ekki mikinn blástur. Enn fremur veldur stærð fræsins því, að auðvelt er
að sjá, hvar búið er að sá og hve jafnt er dreift. Ávallt skal þó, þegar
handsáð er, fylgja ákveðinni reglu. Og þar sem hið sama gildir í aðal-
atriðum um alla handdreifingu við ræktunina, hvort heldur er fræsán-
ing eða dreifing áburðar og smitmoldar, er ekki úr vegi að gera stutta
grein fyrir þeirri aðferð, sem er algengust.
Bezt er að nota stengur, sem hvorri er stungið niður andspænis ann-
arri, sinni við hvorn jaðar flagsins, sem sá á í. Sáningin hefst þá við þann
jaðar flagsins, er liggur milli stanganna, og endar við gagnstæða hlið.
Stengurnar getum við nefnt A og B. Við stingum A niður 2—3 metra frá
þeirri hlið flagsins, sem við sáum fyrst meðfram, hefjum sáninguna
vinstra megin við hana og fylgjum jaðri flagsins.1) Þegar við erum
konmir þvert yfir flagið, mælum við 4—6 m frá jaðrinum, og þar sting-
I) Við hugstim okkur þá að hefja sáningtina t. d. við suðurjaðar flagsins og
Kanga fyrst frá austri til vesturs.
4