Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 26
24
BÚFRÆÐINGURINN
jarðveg, sem plægingin hefur losað. Af herfum hafa ýmsar gerðir verið
notaðar hér, en ekki er það hlutverk mitt að ræða um þær allar eða lýsa
þeim. Má líka segja, að diskaherfin hafi smám saman fengið hér megin-
gildi við jarðvinnslu, venjulega í sambandi við einhvers konar rótherfi,
t. d. fjaðraherfi. Við þetta mun eg því miða það, er eg segi hér um
herfinguna. Diskaherfin geta verið mjög misstór, allt frá sex diska og
upp í 20—30 diska. Stærðin fer venjulega eftir því, á hvaða orku er
völ til að draga þau. Fyrir hesta eru 8—10 diska herfi venjulegust. Til
þess að diskaherfið vinni vel, þurfa diskarnir að vera vel skerptir, tals-
vert skekktir, þ. e: snúa skáhallt við dráttarstefnunni, og herfa þarf nokk-
uð hratt, einkum þegar flagið fer að sléttast. Enn fremur má segja, að
herfin vinni þeim mun betur, sem þau eru stærri og þyngri. Á smærri
herfunum og sumum þeirra stærri eru diskarnir allir í einni röð, en á
tveimur aðskildum öxlum, og er hægt að skekkja þá svo, að milli þeirra
verður sljótt horn. En á stórum diskaherfum geta diskaraðirnar líka
verið tvær, önnur aftar, og verður þá hvasst horn milli þeirra, þegar
þær eru skekktar. Þessi tilhögun hefur þann kost, að moldin veltur öll
eins, þegar herfað er, og herfið skilur engar rákir eftir í flaginu. En
þegar diskarnir eru í einni röð og skekktir hvor helmingur á móti öðr-