Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 95
BÚFRÆÐINGURINN
93
gera skuli til þess að varna því. Hér verður aðeins vikið að því, hvern-
ig helzt megi bæta úr kalskemmdum.
Þegar kalið lýsir sér sem gisnun gróðursins eða smáskellur, er ör-
uggasta ráðið að slá snemma og hirða ekki um, þótt uppskeran sé rýr.
Við þetla örvast rótgræðsla jurtanna, svo að gróðurinn þéttist og skell-
urnar gróa íljótt saman. Má oft á þennan hátt græða kalið svo fljótt, að
slétturnar skili góðum háarslætti. Margir fara öfugt að: bíða með fyrri
sláttinn von úr viti í þeirri trú, að kalið grói og sprettan hatni. En
þegar slegið er, er gróðurinn á sléttunum úr sér sprottinn, setur því
enga hliðarsprota og sprettur ekki meira það sumarið. Kalskellurnar
haldast þá í sléttunum árum saman og orsaka að lokum alger gróður-
skipti.
Ef kalið er svo mikið, að víð svæði eru aldauða, er naumast um
annað að velja en herfa upp kalsvæðin og sá í þau að nýju, því að
þótt gerlegt kunni að vera að sá nokkrum frætegundum í skellurnar
órótaðar og mylda yfir með aðfluttum jarðvegi, mun það varla borga
sig.
16. Endui'vinnsla — sáðskipti.
Þegar gamlar sléttur eru teknar að þýfast, er skynsamlegast að bylta
þeim að nýju, því að þótt gerlegt kunni að reynast að jafna þær nokk-
uð með þungum valta, er liitt víst, að endurlekin jarðvinnsla er miklu
fullkonmari og varanlegri endurbót, því að þá er hægt að koma við
ýmsum nýjum umbótum í ræktun, bæta framræslu, vinna búfjáráhurð
niður í jarðveginn og breyta gróðurfarinu til stórra bóta.
Það er viðurkennd staðreynd, að þegar gömul tún eru brotin og
þeim breytt í sáðsléttur, vex heyfengurinn fyrst í stað mjög mikið.
Nýjar, vel gerðar sáðsléttur spretta ávallt mest fyrstu árin. En síðan
smádregur úr uppskerunni, þar til er hún eftir nokkur ár fer að
sveiflast um ákveðið meðallal eða jafnvægi með óbreyttri aðbúð.
Þessu veldur vafalaust margt. Náttúrleg frjósemi landsins leggur mest
til, þegar nýbúið er að vinna landið. Loft hefur þá greiðastan aðgang
um jarðveginn, bakteríustarfsemin er örust og áburðurinn notast bezt.
Þá má alltaf gera ráð fyrir, að sumar afkaslamiklar grastegundir deyi
út eftir fá ár og það dragi úr uppskerunni. Loks er líklegt, að vaxlar-
rými jurtanna sé hagkvæmara fyrstu árin, en verði síðar of lítið, og
það lækki afraksturinn.