Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 159
BÚFRÆÐINGURINN
157
Af þessari reynslu hef ég skapað mér þá skoðun, að það geti vel
borgað sig að láta ærnar bera strax veturgamlar. En þá verður að
fóðra þær til þroska árið eftir.
Eins og að framan greinir, er mín reynsla sú, að dilkgimbrarnar
verði fullkomlega eins miklar arðkindur og þær, sem geldar gengu.
bað er líka gamalt mál, að þær verði mjólkurlagnari.
Sé þetta rétt, sem ég lield fram, að dilkgimbrar geri síðarmeir eins
væn lömb og hinar, sem fyrst báru tvævetlur, þá virðist augljóst, að
þær mjólka eins mikið eða meira. Sannast ekki þar málshátturinn, að
það verður hverjum að list, sem hann leikur?
Eg voga mér ekki út í samanburð á sauðfé og nautgripum í þessu
efni frekar. En reynsla mín af ánum gerir mig tortrygginn í garð
hinnar nýju kenningar um að ala kvígurnar geldar til þriggja ára
aldurs.
Nokkur orð um notkun sandgræðslulands
E/tir Pál Sveinsson jrá Fossi í Mýrdal
Mikilsverðasta atriðið á starfssviði sandgræðslu íslands hefur verið
og verður í framtíðinni að vernda þann gróður, sem fyrir er á land-
inu, það er að segja: hefta sandfokið eða útbreiðslu jjess.
Eins og öllum landsmönnum er kunnugt, hefur þetta tekizt á þeim
svæðum, sem girt hafa verið, því að friðun fyrir ágangi búfénaðar er
nauðsynleg, þegar um endurræktun gróðurs er að ræða á sandjarðvegi.
Hins vegar hefur sandgræðslan gert meira en hefta útbreiðslu sand-
foks. Og sú réttláta krafa hefur verið gerð til þessa starfs, að landið
verði nytjað, þegar ekki er lengur hætta á uppblæstri. — Nýbýli þau,
sem byggð hafa verið á svæðum sandgræðslunnar, eru sérstök að því
leyti, að þar eiga ekki við sömu búskaparhættir og á þeim nýbýlum,
sem reist eru á öðrum jarðvegi, t. d. mýrarjarðvegi.
Búskaparhættir á sandgræðslunýbýlunum verða að vera slíkir, að
notkun gróðursins verði ekki meiri en svo, að ekki sé nein hætta á, að
uppblástur endurtaki sig. Ætti það því að vera ljóst, að búfjárrækt á
þessum býlum verður að takmarka, og á ég þar fyrst og fremst við