Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 56
54
BÚFRÆÐINGURINN
hér hafa verið nefndar, en alla reynslu vantar urn ræktun þeirra. Þó
má aðeins benda á, að í tilraunastöð Ræktunarfélagsins hefur verið
lítið eitt reynt að rækta rúg og rauðsmára sem grænfóður, og virtist
það geta gefið góða raun. Ef rúgnum og rauðsmáranum er sáð í júní,
fæst samsumars þétt og kjarnmikil, en lágvaxin slægja af rúggresi og
smára. Næsta sumar sprettur rúgurinn mjög snemma, er fremur gisinn
og grófgerður, en veitir rauðsmáranum, sem þá á að geta vaxið mjög
mikið, ágætan stuðning. Má þá, ef vel gengur, tvíslá, og er uppskeran
mestmegnis rauðsmári. Rauðsmárinn er talinn ágæt forræktarjurt.
Eftir síðari slátt er svo heppilegast að plægja landið.
9. Beitirækt.
Beitirækt eða ræklun lands í þeim tilgangi einum að nota það sem
bithaga er lítið þekkt hérlendis. En vel gæti komið til mála að viðhafa
þess háttar ófullkomna ræklun sem nokkurs konar forræktun að ann-
arri fullkomnari, meðan framræsla eða annar ræktunarundirbúningur
er að breyta jarðveginum og auka ræklunarhæfni hans. Hér verður að-
eins rætt um beitirækt í þessu sambandi.
Segja má um sumt af nýrækt okkar, að hún standi að gerð og frá-
gangi beitirækt lílið framar, nema síður sé. En þó ber þess að gæta, að
tilgangur beitiræktarinnar er einungis sá að bæta gróður landsins, svo
að hann verði eftirsóttur af búpeningi á ákveðnu vaxtarstigi, en jöfnun
yfirborðsins og myldun jarðvegsins er algert aukaatriði. Hér hefur
óvíða verið svo þröngt um bithaga, að þessarar ræktunar hafi verið
brýn þörf. En þó hefur allvíða skort mikið á, að beit fyrir mjólkurkýr
hafi verið nægilega grösug og kjarngóð, og með því að nautgriparækt
er hér víða mjög vaxandi, má segja, að ræktun bithaga sé tímabær.
Sums staðar er nú þegar farið að beita kúm á ræktarland í viðlögum,
og þykir það gefast vel. Beit á fullræktuðum túnum verður þó óþarf-
lega dýr, og séu þau einvörðungu beitt, liættir þeim til að þýfast frem-
ur fljótt, sé hirðingin ekki sérlega góð.
Beitirækt er ekki einungis tímabær vegna skorts á bithaga, lieldur
einnig vegna þess, að nú þegar og á næstunni verður víða að ræða um
allstór ræklunarlönd, er hljóta um stund að bíða þess, að unnt sé að
taka þau til ræktunar, en verða, á meðan svo er, ekki nýtt betur á ann-
an hátt en til beitar. A ég þar sérstaklega við mýraflæmi þau, sem nú