Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 71
BÚFRÆÐINGURINN
69
breiðum einn sér og hverfur þá oft skyndilega eftir nokkur ár. Um-
feðmingurinn hefur mjög granna stöngla, blöðin löng, fjaðurskipt með
niorgum smáblaðasamstæðum og gripþræði á endunum, sem hann not-
ar til að klifra með. Blómin blá, i löngum klösum. Líklegt er, að um-
feðniingur geti vaxið lil nota í sáðsléttum, en vafalaust þarf langoftast
aé smita fræið. Fræskelin er stundum mjög hörð, svo að fræið spírar
semt og illa, nema skelin sé rispuð, áður en sáð er.
Tafla XII sýnir, að lengst af hefur verið gerður nokkur mismunur
a þeim fræblöndum, sem ætlaðar voru í mýrajarðveg og hinum, er nota
skyldi í holta- og móajarðvegi. Ekki var þó hægt að gera ýkja raikinn
mun á blöndunum, og var hann stundum lítið annað en það, að í mýr-
arblöndunum var notað tiltölulega meira af háliðagrasi, en minna af
t'allarfoxgrasi en í móablöndunum. Engin nauðsyn virðist vera að liafa
saðblöndurnar tvenns konar af þessum ástæðum, sé þurrkun landsins
1 lagi. Vel framræst mýri breytist hér tiltölulega fljótt í valllendi, og
Btunurinn á mýra- og móajarðvegi er minni en víða annars staðar. Ef
gera ætti mun á grasfræblöndun vegna mismunandi jarðvegs, kæmi það
sennilega helzt til greina, þegar rækla skal nærri hreinan steinefnajarð-
Veg, svo sem mela og sanda.
Þótt ekki sé þörf að hafa á boðstólum mismunandi fræblöndur fyrir
ínýra- og móajarðveg, getur verið æskilegt að breyta fræblöndunum
ahmikið eftir því, hvers konar graslendi menn ætla að rækta. Enn sem
komið er, höfum við lagt megináherzlu á að rækta varanleg tún, sem
ekki þyrfti að hreyfa við í áratugi eða jafnvel aldir. En enginn vafi er
a því, að með vaxandi ræktunarmenningu og fjölbreytni verður líka
Uauðsynlegt að gera sáðsléttur, sem ekki er ætlaður langur aldur, ef til
vill aðeins 4—6 ár. Þegar slíkar grassléttur eru gerðar, er ekki aðal-
atriðið, að frægresið, sem notað er, sé mjög varanlegt, heldur að það
gefi mikla og góða uppskeru þann tíma, sem slétturnar eiga að endast.
Þessar skammæju grassléttur koma fyrst og fremst til greina í sam-
Þandi við kornrækt og sáðskipti, en verða ef til vill líka notaðar í
hreinni grasrækt eða gras- og grænfóðurrækt í þeim tilgangi einum að
gera afköst grassléttnanna sem mest. Þá er enginn vafi á því, að belg-
Jurtir, einkum hvítsmári, hljóta að ryðja sér mjög til rúms í sáðslétt-
unum.
Gera verður því ráð fyrir, að á næstunni verði hér aðallega notaðar
þrenns konar grasfræblöndur: venjuleg grasjrœblanda, sama blanda