Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 150
Leiðbeiningar
um notkun skurðasprengiefnis
Frá Verkjœranejnd ríkisins
I
Skurðurinn. Eftir að lega skurðarins hefur verið ákveðin, er mið-
lína hans stungin út. Breiddin að ofan mun á venjulegum skurðum
hæfilega ákveðin um 3,0 m, eða 1,5 m til hvorrar handar frá miðlínu.
Síðan er stungið fyrir með skóflu á venjulegan hátt. Hugsanlegt væri
einnig að plægja fyrir skurðinum, t. d. með dráttarvél.
Sprengiefninu komið jyrir. Útbúa þarf stöng til þess að gera með
holur þær, sem sprengiefninu er komið fyrir í. Gott er að hafa lil þess
vatnsleiðslupípu, 1%—2 þumlunga að innanmáli, setja járnbrodd í
annan enda hennar, en sjóða þverstöng á hinn endann. Stöng þessi
má vera um 1 m á lengd. I blautum mýrum má einnig nota tréskaft.
Með stönginni eru gerðar holur í miðlínu skurðarins með 40—50
cm millibili, meira í hlautum jarðvegi en þurrum. Þurfa menn að
reyna fyrir sér um það á hverjum stað. Holan sé það djúp, að 10—30
cm verði frá yfirborði jarðar niður að sprengiefninu.
í hverja holu er sett eitt eða fleiri stykki af sprengiefninu í þá
dýpt, sem áður er sagt. Má þrýsta stykkjunum niður með skafli, en
gera verður það með varasemi og ekki með járni. Bezt er, að vatn se
í holunni yfir sprengiefninu. Að öðrum kosti skal með fætinum fylla
holuna með jarðvegi. Loft má helzt ekki komast að. Ef mishæðir eru,
þarf að láta meira sprengiefni í hæðirnar, 2—3 stykki í hverja holu,
en í venjulegri blautri mýri mun almennt svara bezt kostnaði að nota
aðeins 1—1 % stykki í hverja holu, eða 2 stykki í aðra hverja holu og
eitl í hina. Hvert stykki er % enskt pund að þyngd eða um 225 g.
Sprengingin. Tekinn er púðurþráður, sem er um 50 cm að lengd.
Oðrum enda hans er stungið inn í hvellhettuna og klemmt að með
töng við op hvellhellunnar. Henni er síðan komið fyrir inni í einu
stykki af sprengiefni. Skal bora fyrir henni með spýtu, sem hefur verið
ydd, ekki með járni, svo djúpt, að hvellhettan hyljist. Loks er bundið
fyrir ofan með snæri. Þessu stykki af sprengiefninu er komið fyrir
einhvers staðar í miðlínu skurðarins á sama hátt og hinum. Nú er
skorið upp í þann enda þráðarins, sem er frjáls, og kveikt í með eld-