Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 58
56
BÚFRÆÐINGURINN
eru viS venjulega sáðgresisrækt, því að þótt við teljum æskilegast, að
bithagagróðurinn sé þolinn, þó einkuni gegn beit, þá hljótum við oft að
taka með nokkuð af hinum óþolnari tegundum vegna þess, að þær geta
sprottið vel fyrstu árin. Annars eru þessar kröfur helzt gerðar til bit-
hagans:
1. Hann verður að spretta vel og geta haldið lengi áfram að vaxa, sé
hann ekki látinn spretta úr sér.
2. Gróðurinn þarf að vera lostætur á því vaxtarstigi, þegar hann er
beittur, svo að búpeningurinn bíti hann með góðri lyst.
3. Gróðurinn þarf að hafa öra ókynslega æxlun, og hagkvæmast er,
að jarðstönglar hans séu jarðlægir og hann æxlist með renglum, svo að
hann gefi þétt, jafnt gras, en ekki þúfur.
4. Beitarpeningurinn má ekki draga grastegundirnar auðveldlega
upp.
5. Að lokum verður gróðurinn að henta jarðvegi og veðráttu.
Sjálfsagðar tegundir í beitirækl eru helztu sveifgrösin og túnvingull,
sé hann skriðull, skriðlíngresi, sem venjulega er aðaltegundin af inn-
lendum uppruna í þurrkuðum mýrum. Þá má háliðagras ekki vanta,
því að það þolir vel beit og vex ágætlega í mýrajarðvegi og sprettur
snemma. Vallarfoxgras má líka hafa, þótt það gangi sennilega íljótt úr
sér. En umfram allt er afar nauðsynlegt að geta ræktað hvítsmára í bit-
haganum, og verður auðvilað oftast að smita fræ hans með rótarbakt-
eríum. Fræinu má sá eins og í hverja aðra sáðsléttu, og líklega er
réttast að herfa það niður, t. d. með fjaðraherfi og valta, að svo miklu
leyti sem gerlegt er. Annars má vísa til þess, er síðar verður sagt urn
grasfræ og sáningu þess.
Meðan sáðfræið er að festa rætur í bithaganum, verður að beita
hann með gætni. En annars verða aðalreglurnar um notkun hans
þessar:
1. Bithaga á að skipta með girðingum í hólf, og má ekkert þeirra
vera stærra en svo, að búpeningur sá, er í bithaganum gengur, geti full-
bitið það á nokkrum dögum. Hólfin eiga að vera svo mörg, að þegar
lokið er einni umferð, megi hefja nýja.
2. Ræktað haglendi má aldrei vera mikið sprottið, þegar beitin hefst.
Hæfilegt er talið, að grasið sé í mesta lagi þverhönd á hæð. Á vorin,
meðan sprettan er örust, verður beitarumferðin að ganga hratt, svo að
ekkert hólfið spretti úr sér. Stundum er sprettan misjöfn, og er þá hætt
i