Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 8
6
BÚFRÆÐINGURINN
marki, og ber því að líta á garðyrkju og kornyrkju sem liði í nýræktar-
undirbúningnum. Samkvæmt þessu verður þá hugtakið bezt skilgreint
þannig:
Nýrœkl er það, þegar yjirborð lands er tœtt og ja/nað meira eða
minna, blandað áburði eða öðrum jarðvegsbœtandi efnum og síðan
gert að graslendi, túni, með grasrótarþakningu, sjáljgrœðslu eða sán-
ingu frœs aj túnjurtum.
í eftirfarandi köflum verður rætt um framkvæmd ræktunar innan
þessara takmarka. Auðvitað verður því eigi neitað, að framræsla og
varzla eru mikilsverð undirbúnings- og framkvæmdaratriði í sambandi
við nýrækt, en eru þó engan veginn ætíð sjálfsögð atriði, t. d. fram-
ræslan, og hafa öðrum þræði miklu víðtækara gildi en fyrir nýræktina
eina. Er því eðlilegt, að þeim séu gerð skil í sérstökum, sjálfstæðum
þáttum.
Vera má, að í einstökum atriðum verði ekki hjá því komizt að ræða
nokkuð um ræktun, sem er svo ófullkomin, að hún getur naumast kom-
izt undir skilgreininguna um nýrækt, svo sem beitirækt eða þá ræktun,
sem raunverulega ætti að vera alveg sérskilin og hefur svipaða afstöðu *
til túnræktarinnar eins og kornrækt og garðyrkja, og á ég þar við rækt-
un grænfóðurs.
Um fyrra atriðið má segja, að beitirækt er stundum eins fullkomin
og vissar tegundir nýræktar og verður að minnsta kosti alltaf að metast
sem nokkurs konar frumræktun lands, meðan beðið er eftir, að það
taki ákveðnum breytingum og tóm gefist til að hefja þar fullkomna
nýrækt. En ræktun grænfóðurs er algerlega ósjálfstæð ræktun, sem um
land allt hefur verið og mun verða nátengd nýræktinni, langt umfram
það, sem garðyrkja og kornrækt getur nokkru sinni orðið. Má því líta
á bæði þessi atriði sem æskilega liði í nýræktarframkvæmdunum og
nátengda þeim.
2. Lauslegt ágrip af sögu túnræktarinnar.
Líklegt má telja, að þegar á landnámsöld hafi hér á landi verið unnið
nokkuð að nýrækt beint eða óbeint. Þá voru víðs vegar brotin lönd til
kornyrkju. Jarðvegurinn var rifinn sundur með nokkurs konar plóg,
arðri, flögin jöfnuð og sáð í þau. Vegna illgresis og af öðrum ástæðum
hefur vafalaust ekki reynzt hagkvæmt að rækta korn í sömu ökrunum