Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 18
16
BÚFRÆÐINGURINN
Flóarnir þurfa mikla og skipulega framræslu, eigi aö nota þá til tún-
ræktar. Þegar þeir þorna, má gera ráS fyrir, að hinn náttúrlegi gróS-
ur þeirra deyi út að mestu eða öllu. Ef ekki er um reiðing að ræða,
þarf vinnsla flóajarðvegsins ekki að vera örðugri en annars votlendis-
jarðvegs, en oft getur flóinn verið súr, að minnsta kosti fyrst í stað,
svo að túnjurtum sé til baga, og þar geta líka verið efnasambönd, t. d.
járnsambönd (mýrarauði), sem eru jurtaeitur, en breytast fyrir áhrif
loftsins í skaðlaus efnasambönd. Nokkur bætta er á því, að flóajarð-
vegurinn verði allt of laus og léttur, þegar hann hefur verið unninn, og
gæti þá íblöndun þyngri jarðvegsefna verið til bóta. Loks má telja það
einn af verstu göllum flóans til nýræktar, hve flatur hann er, en því
fylgir kalhætta.
Mjög mikill hluti af ræktanlegu landi okkar er votlendi; og má segja
um það allt, að þaö sé tiltölulega dýrt í ræktun, vegna þess að fram-
ræslan er mikil. Mikið af þessu landi er þó ágætt ræktunarland, en vot-
lendið verður því óaðgengilegra til ræktunar, sem það er votara og
flatara.
Vel hefði mátt flokka ræktunarlandið meira og nákvæmar en hér er
gert. Þannig mætti til dæmis telja grundir með fjallshlíðum, er orðnar
eru til við framburö eða skriðuhlaup, í sérstökum flokki, — sömu-
leiðis fokjarðveginn, er sums staðar í uppsveitum hér á landi er áber-
andi, en hér eru þessar tegundir taldar með valllendinu. Árbakkar, sem
hlaönir eru upp af framburöi rennandi vatns, eru líka nokkuð sérstaks
eðlis, og þannig mætti lengi telja. Segja má, að framburðar, foks, sands
og ösku gæti meira og minna í öllum okkar jarðvegi, og getur skipt
verulegu máli, þegar um ræktun er að ræða, en ekki er gerlegt að
byggja neina flokkun á því.
Það er líka alvanalegt að flokka jarðveg eftir því, hver af þremur
jarðvegstegundunum, sandur, leir og mold, er mest áberandi, en það
er þó ekki heppilegt, þegar um val ræklunarlands er að ræða. Þá hygg
ég, að sú greining, er ég hef hér notað, sé hagkvæmari.
Til glöggvunar á helztu eiginleikum mismunandi ræktunarlands, séð-
um frá ræktunarsjónarmiði, set ég eftirfarandi kerfi: