Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 160
158
BÚFRÆÐINGURINN
sauðfjárrækt, því aS sauðfjárræktin er aðalfyrirstaðan fyrir þróun
sandgræSslunnar. ÞaS skal þó viSurkennt, aS sauSfjárrækt á fullan
rétt á sér á íslandi. LandiS er hálent, og hálendisgróSur verSur bezt
nytjaður með sauðfjárbeit. Hins vegar fullyrði ég, að beitilandið í
ýmsum héruðum víðs vegar um landið þolir alls enga sauðfjárbeit.
Hér þyrfti því að fara fram rannsókn og skipulagning á beitarþoli
landsins í heild, því að sá háttur, sem á hefur verið um notkun beiti-
landsins, á hvergi rétt á sér.
Það hefur hingað til verið álitið, að sú aðferð að setja á „guð og
gaddinn“ til framdráttar húfénaði um vetrartímann sé ekki góð bú-
skaparaðferð. En í raun og veru á sama lögmálið við um ásetning
búfénaðar á beitiþol landsins, þó sérstaklega í þeim sveitum, þar sem
hundruðum og jafnvel þúsundum óþarfra hrossa er ætlað að draga'
fram lífið um vetrartímann, — og það á landi, þar sem ekki fyrir-
finnst að haustinu gróður, sem talizt getur.
Ég efast ekki um, að afkoma þeirra bænda, sem byggja lífsafkomu
sína að mestu leyti á sauðfjárrækt, yrði betri, ef þeir hefðu meira
eftirlit með fénaði sínum að sumrinu en almennt hefur verið hingað
til. Ég hygg, að ekki ætti að reka neina sauðkind á fjall að vorinu
nema á takmörkuð svæði.
A ferðum mínum um landið í fyrra sumar, 1946, gat ég ekki betur
séð en starfssvið sandgræðslunnar í framtíðinni verði að miklu leyti
friðun á afréttarlöndum. HingaS til hefur ekki verið gert mikið að
friðun afréttarlanda vegna fjárskorts. Uppblásturssvæðin í byggðun-
um hafa að sjálfsögðu verið látin sitja fyrir.
ÞaS þarf því að breyta búskaparháttum frá því, sem nú er, á þann
hátt, að bændur þeir, sem búa á svæðum, sem þola litla sauðfjárbeit
og hingað til hafa byggt afkomu sína að mestu leyti á sauðfjárrækt,
leggi meiri rækt við aðrar greinar landbúnaðarins, sem gerir lándi
þeirra ekki eins mikinn skaða og sauðfjárbeitin gerir oftast nær.
Nýbýlin á Rangárvöllum, sem reisl hafa verið af hálfu sandgræðsl-
unnar (eða öllu heldur forystumanna hennar), eru gott dæmi um, að
hægt er að búa góðu búi á íslandi, án þess að afkoma byggist að
miklu leyti á sauðfjárrækt.
Já, bændur góðir, það er mjólkur- og smjörskortur í landinu. En
jafnframt því framleiðum við of mikið af kindakjöti, því að fram-