Búfræðingurinn - 01.01.1947, Blaðsíða 17
BÚFRÆÐINGURINN
15
ugum skurðum þvert á vatnsstreymiö tekst stundum aS skera fyrir
vatnsæðarnar, svo að stór svæði þorna að mjög miklu leyti. Takist
þetta ekki, getur framræsla hálfdeigjanna verið erfið.
Úegar hálfdeigjurnar þorna, breytist gróðurinn mjög fljótt í hrein-
an þurrlendisgróður, en oft nokkuð einhæfan. Geta þær þá sprottið
prýðilega í áratugi án nokkurs teljandi áburðar. Þetta sýnir, að hálf-
deigjurnar eru mjög frjóar, en oft eru þær rætnar og erfiðar í vinnslu,
nema þær fái að bíða og fúna í nokkur ár, eftir að þær eru ræstar,
áður en ræktunin hefst. Með þeim jarðvinnslutækjum, sem nú er völ
á, má þó auðveldlega tæta hálfdeigjurnar nýræstar, en frjósemi þeirra
nýtur sín bezt, þegar þær fara að fúna.
Mýrar nefni ég þann flokk votlendisins, þar sem vatn stendur venju-
lega í lautum og keldudrögum mestan liluta sumarsins. í mýrunum eru
hálfgrösin yfirgnæfandi, oft líka talsverð elfting og mosi í þúfum. I
laulum og keldum má oft sjá horblöðku og hófsóleyjar. Segja má, að
eini verulegi munurinn á mýrum og hálfdeigjum sé rakastigið og til
þess megi rekja annan mismun í eSli þeirra og ástandi, en rakastigið
má aftur rekja til mismunandi landslags og þá einkum halla. Mýrarnar
eru venjulega flatari en hálfdeigjurnar og grunnvatnið því kyrrstæðara.
Af þessu leiðir svo aftur, aS mýrarnar þurfa samfelldari og reglulegri
framræslu en hálfdeigjurnar. Þegar mýrin þornar, má gera ráð fyrir, að
gróðrinum hnigni mikið fyrst í stað, þvi að þótt í mýrunum sé oft nokk-
ur slæðingur af þurrlendisgróðri, er það svo lítið, að þess gætir varla,
og gróðurskiptin taka langan tíma. Með tíð og tíma getur mýrlendið
þó orðið vaxið valllendisgróðri. Að öðru leyti er svipað um það að
segja og hálfdeigjurnar.
Flóar nefnist sá hluti valllendisins, þar sem grunnvatnið stendur í
yfirhorðinu eða ofar mikinn hluta sumarsins á stórum, samfelldum
svæSum. Þegar þurrast er, sést ef til vill lítið til vatns, þegar litið er
yfir flóann, en þó vatnar í spori, þegar um hann er gengið. Flóinn er
ætíð mjög flatur eða sem næst láréttur, stór svæSi stundum slétt eða
með strjálum mosaþúfum, en á milli smáþýfðir þúfnarimar. Þrátt fyrir
væluna geta flóarnir verið hálfrotnir og illir yfirferðar, en stundum,
einkum þar, sem vætan er jöfnust, getur verið þykkt lag af mjög seig-
um, svampkenndum jarðvegi, reiðingi, sem er mjög léttur, þegar hann
þornar, illvinnandi og fúnar seint. Oft eru smávötn og tjarnir til og frá
um flóana.