Búfræðingurinn - 01.01.1947, Page 17

Búfræðingurinn - 01.01.1947, Page 17
BÚFRÆÐINGURINN 15 ugum skurðum þvert á vatnsstreymiö tekst stundum aS skera fyrir vatnsæðarnar, svo að stór svæði þorna að mjög miklu leyti. Takist þetta ekki, getur framræsla hálfdeigjanna verið erfið. Úegar hálfdeigjurnar þorna, breytist gróðurinn mjög fljótt í hrein- an þurrlendisgróður, en oft nokkuð einhæfan. Geta þær þá sprottið prýðilega í áratugi án nokkurs teljandi áburðar. Þetta sýnir, að hálf- deigjurnar eru mjög frjóar, en oft eru þær rætnar og erfiðar í vinnslu, nema þær fái að bíða og fúna í nokkur ár, eftir að þær eru ræstar, áður en ræktunin hefst. Með þeim jarðvinnslutækjum, sem nú er völ á, má þó auðveldlega tæta hálfdeigjurnar nýræstar, en frjósemi þeirra nýtur sín bezt, þegar þær fara að fúna. Mýrar nefni ég þann flokk votlendisins, þar sem vatn stendur venju- lega í lautum og keldudrögum mestan liluta sumarsins. í mýrunum eru hálfgrösin yfirgnæfandi, oft líka talsverð elfting og mosi í þúfum. I laulum og keldum má oft sjá horblöðku og hófsóleyjar. Segja má, að eini verulegi munurinn á mýrum og hálfdeigjum sé rakastigið og til þess megi rekja annan mismun í eSli þeirra og ástandi, en rakastigið má aftur rekja til mismunandi landslags og þá einkum halla. Mýrarnar eru venjulega flatari en hálfdeigjurnar og grunnvatnið því kyrrstæðara. Af þessu leiðir svo aftur, aS mýrarnar þurfa samfelldari og reglulegri framræslu en hálfdeigjurnar. Þegar mýrin þornar, má gera ráð fyrir, að gróðrinum hnigni mikið fyrst í stað, þvi að þótt í mýrunum sé oft nokk- ur slæðingur af þurrlendisgróðri, er það svo lítið, að þess gætir varla, og gróðurskiptin taka langan tíma. Með tíð og tíma getur mýrlendið þó orðið vaxið valllendisgróðri. Að öðru leyti er svipað um það að segja og hálfdeigjurnar. Flóar nefnist sá hluti valllendisins, þar sem grunnvatnið stendur í yfirhorðinu eða ofar mikinn hluta sumarsins á stórum, samfelldum svæSum. Þegar þurrast er, sést ef til vill lítið til vatns, þegar litið er yfir flóann, en þó vatnar í spori, þegar um hann er gengið. Flóinn er ætíð mjög flatur eða sem næst láréttur, stór svæSi stundum slétt eða með strjálum mosaþúfum, en á milli smáþýfðir þúfnarimar. Þrátt fyrir væluna geta flóarnir verið hálfrotnir og illir yfirferðar, en stundum, einkum þar, sem vætan er jöfnust, getur verið þykkt lag af mjög seig- um, svampkenndum jarðvegi, reiðingi, sem er mjög léttur, þegar hann þornar, illvinnandi og fúnar seint. Oft eru smávötn og tjarnir til og frá um flóana.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190

x

Búfræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.